Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Side 50

Eimreiðin - 01.04.1958, Side 50
122 EIMREIÐIN þess vex enn allfallegur birkiskógur, sem hvorki ágangur Þjórsár, eldur úr Heklu né hinn látlausi norðannæðingur hefur getað eytt, en allt í kring er auðn og brunasandur. Búr- fell er að vísu vestan Þjórsár, en þjóðsagan telur bergbúa hafa lagt stiklur í ána, þar sem nú heitir Tröllkonuhlaup, og fellur áin þar um kolmórauð í ferlegum fossi. Ekki hafa f(*rðamenn ætíð verið óhultir fyrir vættum fjalla á þessari leið, svo sem sagan um Gissur í Lækjarbotnum ber vitni um- En að þessu sinni létu þær skessur lítið á sér bera, og við héld- um óáreitt austur um Sölvahraun, sem nú er grasi gróið, en var áður skógi vaxið, svo sem kolagrafir bera enn vitni um- Þarna má telja, að Landmannaleið hefjist, og þar með Fjalla- baksvegur nyrðri. Nokkru austar gnæfir Valahnúkur, þver- hníptur og veðraður, norðan vegar, en í suðri rís Krakatind- ur. Við hann eru gígaraðir þær, sem hraunið vall úr árið 1878, en þá rann ein hraunkvíslin fram undir Valahnúk. Heitir það Nýjahraun. Á þessum slóðum er hvert hraunið við annað, þau eru úfin og ill yfirferðar, en sum nokkuð gróin skófum og mosa, jafnvel hin allra yngstu, svo sem Lambafitjahraun, er rann 1913. Suður af Sauðleysum fórum við yfir Helliskvísl, lítið en jökullitað vatnsfall, sem rennur fram hjá Landmannahelli og nær ekki að falla í Tungnaá, en hverfur áður í hraunið og sandinn. Þama héldum við austur með kvíslinni að hellinum- Þar eru hagar allgóðir og víðlendir, og una hrossin þar vel- Er það tilvalinn náttstaður, enda er þar náttból fjallamanna- Hefur hellisskútinn um áraraðir veitt bæði mönnum og hest- um skjól. Ekki hefur þó ferðamönnum ætíð orðið svefnsamt í þessum áfangastað. Eru þaðan margar sagnir af svipum °S fyrirburðum, en aðrir hafa viljað gera minna úr. Telja sum" sig liafa verið teymda af réttri leið, aðrir þótzt sjá móklædd- um sveinstaula með barðastóran hatt bregða þar fyrir, og eIin eru þeir, sem hafa talið sig verða fyrir áleitni álfkonu nokk- urrar. Nú er þama við hellinn dágott sæluhús, en þó kusum við heldur að liggja í tjöldunum þessa björtu blíðviðrisnoú- Næsta dag höfðum við stuttan áfanga. Var haldið álei^lS til Landmannalauga, austur með Loðmundan'atni, en nofð- an þess blasir Loðmundur við hæstur fjalla. Um Dómadab'

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.