Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 55

Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 55
EIMREIÐIN 127 rennur það í bug til suðurs. En á tungu þeirri, sem við það ,riyndast að norðan, má sjá steina nokkra standa saman í hleðslu á blásnum moldarhrygg. Heita þar Granahaugar og ^unu kenndir við Grana Gunnarsson. Þarna á nesinu er talið, að þeir Kári og Björn í Mörk hafi barizt við brennu- uienn og fellt þá suma, og séu þeir dysjaðir þar í haugunum. Styður það og skoðun þessa, að þama í nesinu hafa fundizt aokkur mannabein, veðruð og fúin af elli. Þegar yfir Árgilið kemur, liggur leiðin niður að Búlandi, sem nú er efsti bær vestan Skaftár. Vomm við þá aftur komin td byggða og á leiðarenda hins nyrðri Fjallabaksvegar. En ekki urðum við þar um kyrrt, þótt liðið væri að kveldi, held- Ur héldum við vestur yfir heiðamar að Ljótarstöðum. Fylgdi tiísli bóndi Sigurðsson frá Búlandi okkur áleiðis, því að ekki eru vegir skýrir á þeim slóðum. Farið er um blásnar moldir af bröttum heiðarsporðinum yfir Tungufljót, og er þá skammt til bæjarins. Á Ljótarstöðum reistum við tjöld til Uaeturdvalar. Á hörðum bala við bæjarlækinn reis tjaldbúð °kkar, og áður en varði fór að hvína þægilega í suðutækj- Ulrum. Með spenvolgri nýmjólk varð náttverðurinn að þessu Slrmi einkar lostætur, og þar nutum við nestis okkar, meðan hrossin fengu sér tuggu af góðgresinu í kring. Á þessum af- skekkta fjallabæ færðist kvöldkyrrðin yfir ferðalanga — menn dýr. En lengra inni á heiðinni háði flokkur smáfugla bar- attu við uglu eina, sem tekizt hafði að hremma unga þeirra °g flögraði nú með þungum vængjatökum norður afréttinn, Uuz hún hvarf í þokuna og húmið. Áð morgni hins 16. júlí hafði létt til í lofti eftir dumbung ^Vrri dags, og var útsýni nú hið fegursta. Við höfðum ákveðið halda aftur heim á leið vestur yfir fjöllin og fara nú Fjalla- haksveg hinn syðri. Er sú leið mun sjaldnar farin en hin uyrðri. En fyrr á öldum var þar alfaraleið. Fóru Skaftfell- lugar þar um, sem þurftu að fara með fjárrekstra í verzlunar- siaði eða í verið á Suðurnesjum. Eins var þetta skemmsta leið með alla aðdrætti austur um sýslur, áður en verzlunin Var reist í Vík í Mýrdal, og er minna um stórar jökulsár á þeirri leið en þegar farið er sunnan jökuls. Var þá venja að ^'alda upp frá Ljótarstöðum eða frá Búlandsseli, sem þá var

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.