Eimreiðin - 01.04.1958, Page 57
EIMREIÐIN
129
^tsýn suður Emstrur úr Hvanngili. Stóra-Súla til hœgri, Hattjell i miðju
og Stórkonujell til vinstri. Merkurjökull i baksýn.
Standa þar víða strýtur upp úr sandinum, og eru sumar holar
að innan. Gígur einn hringlagaður er þar vestur í hrauninu.
hann á sprungustefnu Eldgjár, sem liggur þar suður úr
kvartafelli og gengur jafnvel allt inn undir jökul. í suður-
I’líðum Svartahnúksfjalla standa barmar gjárinnar rauð-
brenndir og tirjóttir við austurenda Hólmsárlóns. Heitir þar
^auðibotn, og er talinn einn hinn fegursti staður á þessum
slóðum fyrir litskrúð og stórbrotið landslag.
Frá þessum hluta gjárinnar hefur hið mikla hraun senni-
fega runnið, sem féll austur með jöklinum allt niður í Álfta-
Vef- Telur Þorvaldur Thoroddsen þau umbrot hafa gerzt um
^30 og þá hafi Dynskógar og fleiri héruð farið í eyði. Ekki
1Tlun þá hafa verið greiðfært um Fjallabaksveg fyrst á eftir,
°g er sennilegt, að þá hafi leiðir fremur legið sunnan í Svarta-
felli, eða jafnvel um Hólmsárbotna norðan lónsins. En þar