Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Qupperneq 59

Eimreiðin - 01.04.1958, Qupperneq 59
EIMREIÐIN 131 stefnu á Stóru-Súlu eða norður með Krókagili og Strútsöld- um yfir Kaldaklof. Völdum við hina nyrðri leiðina. Komum við þá fljótlega á vaðla allmikla og nokkuð þungfama, þótt hvergi væru þeir með íhlaupum. Breyttist nú snarlega hið emhæfa útlit hins svarta sands, er vaðlarnir tóku að varpa cndurskini aftansólarinnar. Og í kvöldkyrrðinni stóðu hestar °g menn á höfði í fleti þeirra. hunga bólstra hafði dregið yfir Mýrdalsjökul, en norðan ieiðarinnar roðaði sólin tinda Torfajökuls, og ljósgrýtið í undirhlíðum hans skar sig enn betur frá hinum dökku mó- hergsklettum í kring. Á einstakri móbergshellu, sem stendur þar við sandinn, sjást göt og stafir greyptir af fjallamönnum, sem gert hafa ristur þær sér til dundurs, er þeir biðu félaga sinna. Nokkru vestar komum við í dalverpi það, sem Kaldaklof heitir og er samnefnt öðru gili, norðan jökla. Er sennilegt, rtð allt svæðið milli Torfajökuls og Kaldaklofsfjalla heiti þessu nafni. í dalskoru þessari er nokkur mosagróður með- fram lænum, og einstaka fjallapuntur drúpir grænu höfði >fir tærri sytru. í blíðu veðri er þarna hinn fegursti staður, en ömurlegt getur verið þar á haustferðum í misjöfnu veðri, °g villugjarnt er talið vera þar á sandinum, enda hefur það orðið sumum örlagaríkt. A sandöldu einstakri suður af Kaldaklofi hefur fram að þessu mátt sjá slitrur úr smjörskrínum fjögurra Skaftfell- lnga, sem urðu þar úti um miðja síðustu öld á leið sinni Vestur í verið. Ekki voru þeir félagar langt af alfaraleið, en Þ° er sennilegt, að þeir hafi verið búnir að villast allmikið aður en þeir létu bugast og lögðust undir öldu þessa til ðnztu hvíldar. Úr Kaldaklofi er þó skammt í Hvanngil. Lá leið okkar Pangað norðan Einstigsfells, og er þá farið sunnan undir mó- ergsfellum miklum, sem heita Sléttafell og Útigönguhöfði, en að baki þeirra rísa Kaldaklofsfjöll. í Jökultungum vestan Peirra er hverasvæði nokkurt, og sér gufustróka leggja það- an í hreinu veðri. Við Sléttafell austanvert liggur Þvergil að Kaldaklofi. Er þar fjárrétt hlaðin undir kletti, og nota Rang- 'ellingar hana í leitum á haustin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.