Eimreiðin - 01.04.1958, Side 62
134
EIMREIÐIN
F.mstrur, því að enn eru örnefni nokkuð á reiki um þessar
slóðir.
En nú skal vikið að ferðum okkar þennan dag. Eftir að
tjöld höfðu verið tekin upp, lögðum við af stað úr Hvann-
gili og riðum á hraunið hjá áðurnefndum leitarmannakofa.
Er það helluhraun, sandi orpið og lítið gróið. Um hraunið
fellur Kaldaklofskvísl til vesturs, og fórum við yfir hana þar.
Er hún ekki mikið vatn, en grýtt í botninn og nokkuð jökul-
lituð. Sumir kalla hana Emstrukvísl. Nokkru sunnar fellur
Bláfjallakvísl, er á upptök sín í norðurrönd Mýrdalsjökuls
undir Bláfjöllum. Skilur hún frá upptökum norðurkvíslar-
innar sennilega á milli afrétta Rangæinga og Hvolhreppinga.
Þegar yfir hana kemur, er haldið áfram yfir sandinn í suð-
vestur og Stóra-Súla höfð á hægri hönd. Gnæfir þá fram-
undan annað strýtumyndað fjall, en flatara í toppinn og mosa-
gróið. Er það Hattfell, eitt hið fegursta fjall á afrétti Hvol-
hreppinga, sem kallaður er Emstrur. Jökulsá ein furðu vatns-
mikil skiptir afréttinum í tvennt, og er það Nyrðri-Emstruá.
Komum við að henni skammt frá því, sem kvíslar hennar
koma saman norðan undan Smáfjöllum, og þótti okkur hún
ekki vera árennileg yfirferðar. Var þó hvergi um annað betra
vað ræða, og héldum við þar yfir hana, þótt straumhörð vaeri-
Höfðum við nú á vinstri hönd fjallaklasa þann, er Stórkonu-
fell heita, en til hægri gnæfði móbergsstrýta mikil af sléttum
sandinum. Heitir hún Stórhöfði, en suður af henni er Lith-
höfði. Þegar komið er fyrir Stórhöfða, sést að hann er vaxinn
mosa og öðrum háfjallagróðri í suðurhlíðum, og þannig er
varið gróðri annarra móbergsfjalla á þessum afrétti, sem
annars verður að teljast mjög hrjóstrugur og eyðilegur. Tók-
um við nú stefnu í hásuður, gegnum skarð J^að, sem liggur
á milli Stóra- og Litla-Mófells og fram á jökulöldu eina mikla.
Blasti þá við hrikaleg sjón. í austri gnæfði Enta og aðrir há-
tindar Mýrdalsjökuls, en í ferlegri dalskoru lá Merkurjökull.
er öllu fremur mætti kalla Emstrujökul. Sígur hann þar fram
sprunginn og svartkámugur, milli hárra kamba og hamra-
veggja, sem ganga suður úr meginjöklinum. Undir fjallha-
um, úfnum jökulöldum allt í kring lá ennþá óbráðinn fren,
og þaðan beljaði kolmórautt jökulvatnið, steyptist magH'