Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 65

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 65
EIMREIÐIN 137 flætt yfir þau og skilið eftir grjótruðning og grettistök, sem standa nú víðs vegar um hraunin. Komum við nú í Úthólma, sem liggja í tungunni sunnan Markarfljóts og þaðan í Ljós- ártanga, sem er gróðurlendi, afmarkað af gljúfrum á þrjá yegu. Eru þau víða vaxin birkihríslum og blómskrúði. En gott aðhald og grösugar flatir gera nesið tilvalinn náttstað fjallamanna. Þegar yfir Ljósá kom, fórum við vestan í Grá- felli og niður af hálsinum fram hjá uppblásnum bæjarrúst- Urn, sem kallað er á Kápu. Eru það sennilega hinir fornu Steinfinnsstaðir, landnámsbær Steinfinns, bróður Ásbjarnar R-eyrketilssonar, en þeir bræður námu Mörkina fyrir ofan Krossá, austan Markarfljóts. Á þeim tímum munu skógar hafa vaxið víða þar um slóðir og norður um alla Almenninga, eu eru nú horfnir að mestu, og hinn þykki jarðvegur, sem klætt hefur hæðir og hálsa, er fokinn og eyddur í urð niður. ^ berum og gróðurvana ásum allt umhverfis skógarlönd Þórs- nierkur sjást minjar þessa gróðurs. Þannig finnast viðarkol á auðnum Valahnúks, og á Steinsholti hjá Rjúpnafelli hefur fundizt hvalliður einn mikill, er notaður hefur verið sem Vðhögg, þegar kurlað var til kolagerðar á þeim slóðum, þar Sem nú er berangur einn. Búsældarlegra hefur þá verið á Steinfinnsstöðum en nú er. En ekki mun byggð hafa haldizt Þar lengur en fram á 13. öld. Þó sést þar enn móta fyrir hleðslum, og í blásnum melnum hafa fundizt bein og ýmsir smámunir frá fyrri tímum. Frá Steinfinnsstöðum héldum við )fir Þröngá, þar sem hún rennur eftir grjóteyrum, og kom- Uru þá á skógargöturnar í Hamraskógi. Voru það þægileg við- hfigði eftir allar þær auðnir, sem við höfðum ferðazt um dag- ar*a áður. Eftir troðningnum fórum við úr skóginum um háls e*nn uppblásinn, og var þá komið í skógarlönd Þórsmerkur. ar þá dagur að kveldi kominn. Hafði áfanginn úr Hvann- §*li að vísu verið langur, en leiðin hin fegursta og vegur allur §reiðfær nema við Syðri-Emstruá. I Þórsmörk dvöldum við næsta dag í hinu fegursta veðri °§ skoðuðum markverða staði, en fórum þaðan alfaraleið niður með Markarfljóti austanverðu ofan til byggða. Þegar )fir Markarfljót kom, var haldið upp aurana vestan við Stóra- ff'nion um hina sögufrægu Fljótshlíð og hafður náttstaður

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.