Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 66

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 66
138 EIMREIÐIN í Vatnsdal. En á lokadegi ferðarinnar, 20. júlí, þræddum við gamlar götur vestur um Rangárvelli, allt að Skarði á Landi. Á hraunstalli einum efst við Hrosshyl stóðum við félagar að leiðarlokum og sáum á eftir reiðskjótum okkar, er þeii' þreyttu hið langa og erfiða sund vestur yfir Þjórsá. Að þessu sinni tóku þeir greiðlega, enda biðu þeirra heimahagar hand- an árinnar. Skildust þar leiðir okkar, er við hurfum frá ánni og bjuggumst til heimferðar með ógleymanlegar minningar af töfrum öræfanna og þakklát forsjóninni fyrir að hafa veitt okkur einstaka veðurblíðu á ferð okkar um Fjallabaksvegi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.