Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Side 67

Eimreiðin - 01.04.1958, Side 67
GuSmundur FríSjónsson eftir Þorstein Jónsson. Það mun hafa verið veturinn 1928, síðari hluta, að ég kom í hús Garðars stórkaupmanns Gíslasonar á Laufásvegi. Þar var þá, meðal annarra, staddur Guðmundur skáld Frið- jónsson frá Sandi. Ég hafði, auðvitað, lesið margt eftir hann, kvæði, sögur og ritgerðir. Auk þess hlustað á fyrirlestra hans. En þetta var í fyrsta sinn er ég hitti Guðmund og talaði við hann. Urðum við samferða vestur í Miðbæ, og komst ég þá aÓ því að skáldið var í húsnæðishraki, meðan hann dveldi hér í bænum. Svo stóð á, að herbergi var laust í íbúð minni, °g gat ég því boðið honum að búa hjá okkur nokkrar vikur. Þetta varð upphaf að góðri vináttu og langri; ég held hún hafi ekki látið á sjá, meðan hann lifði. Fyrsta sagan, sem ég las eftir Guðmund, kom í Eimreið- mni og heitir Dansinn og dauðinn. Þá var ég barn að aldri, hef aldrei lesið hana síðan, en man hana enn. Hún var af llngri stúlku, er varð fyrir vonbrigðum á dansleik. Var ekki asjáleg né lokkandi fyrir karlmennina og enginn varð til að tygja henni heim. Þetta var í sveit, hríð brast á og stúlkan varð úti. Þótt saga þessi jafnist, vafalaust, hvergi nærri, að S®ðum við beztu sögur skáldsins, koma þó þegar fram í henni margir beztu kostir hans: þrekmikið, rishátt, fagurt og sér- kennilegt mál, samúð með smælingjum og olnbogabörnum hfsins og djúpur skilningur á lífi manna. Svo kom út bók Guðmundar Friðjónssonar, kvæðin Úr ^leimahögum. Bók þessi kom ekki þá þegar fyrir mínar sjónir, aftur á móti las ég hinn fræga ritdóm „Kolskeggs“ um kvæð- ln. þar sem öllu er snúið öfugt og einungis reynt að gera lítið Ur kvæðunum á hinn háðulegasta hátt. Þótt ég væri ekki gam- aE> fannst mér þetta undarlegur ritdómur og náði í bókina. ^ar voru þá kvæði eins og Ekkjan við ána, Jón gamii, stór-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.