Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 69

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 69
EIMREIÐIN 141 æskilegt var, þá hefði hann hafið sig hátt yfir þá gremju og dægurþras, sem stundum lækkar risið á því er hann orkti — og sagði. En þó — maður veit aldrei! Kannski er Guðmundur Frið- jónsson einmitt beztur, eins og hann var. Hinn djarfi, við- kvæmi, en samt óbilandi bóndi, sem með brennandi áhuga og einlægum huga stóð vörð um sveitamenningu vora, eins °g hún var upp á sitt bezta, á síðustu tugum 19. og fyrstu tug- unr 20. alda. Hann gat ekki með nokkru móti fellt sig við sveitasögur Halldórs Kiljans Laxness, um lúsina og sóðaskap- mn og hinn hundslega bjálfaskap sveitafólksins. Honum fannst það þjóðarskömm, að skáld reyndu að draga það fram, sem verst er og — sem betur fer oftast — aðeins undantekningar, halda á lofti lélegum sögum eða atferli hálfgeggjaðs fólks. Guðmundi á Sandi fannst slíkt háðulegur misskilningur — var hann og er ekki einn um þá skoðun. Hann átti ómögu- legt með að fylgjast með þeim umbrotum í bókmenntum, sem Orðu upp úr fyrri heimsstyrjöld og reyndar fyrr — og hófust hér a landi með þeim Sigurjóni Jónssyni og Þórbergi Þórðarsyni. hjóðarmetnaður lians fyrirbyggði það með öllu að hann gæti ftietið Laxness að nokkru, og hefur hann aldrei verið einn það, enda skiljanlegt að svo sé. Annars var Guðmundur hriðjónsson næmur á að finna hvað feitt var á stykkinu er um skáldskap var að ræða eða vel ritað mál. Eg gat þess áðan, að Guðmundur Friðjónsson var viðkvæm- Ur í lund. Hann var ætíð mjög taugaóstyrkur er hann átti a$ flytja erindi eða lesa upp, hvort sem var í sal eða útvarpi. ^ar mér vel kunnugt um þetta. Þó var hann, áhugans vegna, uajög fús að lesa upp ljóð sín, sögur eða erindi um önnur ahugamál. Guðmundur talaði sérlega skipulega og af fullri einurð, en ekki var málfæri hans né framburður sérlega á- heyrilegt. Var betra að lesa eftir hann en hlusta á hann. Ekki har á þessu í persónulegu samtali, þá var hann snjall í orðum, áheyrilegur og hinn skemmtilegasti á góðra vina fundi. Nú er fyrir nokkru komin út glæsileg útgáfa á verkum Guðmundar Friðjónssonar. Tel ég vel farið, að almenning- Ur fær hér öll kvæði, sögur og margar ritgerðir þessa ágæta, Serkennilega og stórmerka gáfumanns og skálds.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.