Iðunn - 01.03.1885, Side 27
Gletni lífsins.
1B3
það, sem hann hafði heyrt, enn hugsaði sér að hafa
það öðruvísi. Hann sagði þóru sinni frá, að Jpor-
steinn hefði beðið sig um hana, og hann hefði heitið
honum meynni og lýsingarnar væri á leiðinni. Enn
hann vildi leika í meinleysi á dóttur sína, og var
þóra bónda sínum samdóma um það eins og annað.
þ>eim fanst það bara eins og einhver dálítill mein-
laus hrekkr; enn þeim kom ekki til hugar að það
gæti orðið Guðrúnu til ills. þau gátu ekki frá öðr-
um ályktað enn sjálfum sér. þau liöfðu ráðið hvort
annað eins og vinnuhjú, slengt saman eignum sínum
og gifzt, af því að það var hentugra og fór betr á
því. þeim hafði alt af komið heldr vel saman, og
aldrei heldr þótt svo sem neitt vænt livoru um ann-
að. þau voru eins og gamalvanir kunningjar og
annað ekki. Svona héldu þau væri líka hjónaband-
ið, og svona héldu þau Guðrún gæti lifað hjá þor-
steini—og mætti þakka fyrir. f>að var líka orð og
að sönnu, að það var álitlegt að setjast í búið á
Núpi.
Guðrún átti enga kunningjakonu nema prests-
konu þá, sem þá var farin burt. f>að liafði því
enginn sagt henni neitt, og hún kom alveg grand-
laus til kirkjunnar; liún var frernr fálát, hugrinn
var á reiki, ýmist suðr við sjó eða vestr á landi.
Hún var dálítið stinghölt þegar hún gekk inn
kirkjugólfið, og settist í sætið hennar móður sinnar.
Nyrsti maðrinn sem ‘hún tók eftir í kirkjunni var
I^orsteinn á Núpi. Hann sat inn í kórhorni skáhalt
§egnt henni og horfði á hana. Hún grúfði sig ofan
1 klútinn sinn og bændi sig. Litlu síðar kom kona
utansóknar; Guðrún þokaði fyrir henni upp í sætið,