Iðunn - 01.03.1885, Síða 29

Iðunn - 01.03.1885, Síða 29
Gletni lífsins. 155 hún sá prestinn ganga ofan úr stólnum. Hún liafði gleymt að standa upp fyrir blessunarórðunum. Síðan gekk hún út úr kirkjunni. Hún þekti engan nógu góðan vin til að tala við. Hún ráfaði út á tún, og settist þar í laut og starði austr á Heklu. Eeykjarmóðu eymdi upp úr toppin- um, og bar dökkan reykinu við liimininn fagrbláan. Hún gat ekki grátið, og ekki hugsað; hún vissi ekkert hvað tímanum leið. Hún hrökk upp úr dvalanum við að lcallað var ú hana. Hún leit í kring um sig; það voru 5 eða 6 að leita að henni og kalla á hana. Eaðir hennar hafði hvergi fundið hana þegar hann ætlaði af stað, og fékk því fólk í lið með sér að leita að henni. fbarna fanst liún. Gunnar skipaði henni að koma með sér. Iíún gerði það þegjandi. f>or- steinn varð þeim samferða heim að Heiðarholti. Svo liðu nokkurir dagar. Guðrún var eins og með vímu. Iíún var sokkin í sjúlfa sig, talaði ekk- ert og hugsaði ekkert. f>að var eins og hún vissi ekkert hvað fram fór. Brúðkaup þeirra fór fram að hálfum mánuði liðn- um. Guðrún stóð eins og nár fyrir altarinu hjáf>or- steini, og heyi'öi ekkert hvað prestrinn sagði; hún játaði aldrei, en þar var þá fylgt orðshættinum gamla: þögn er sama og samþykki. f>egar prestrinn lagði saman hendr þeirra, var hönd hennar ísköld. Yið það kom hrollr í Guðrúnu ; hún nötraði ú fótunum, og leit snöggvast framan í prestinn ; svo var eins og eitthvað slitnaði í brjóstinu á henui, enn henni létti um leið — hún fór að gráta. XJ m kvöldið var glatt á hjalla í Heiöarholtsskemmu;

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.