Iðunn - 01.03.1885, Side 38
164
Franz Engel:
sólargeislunum eldrautt og himinblátt píslarblómið;
arumblöð og tóugrös vefjast þar í flækju, enn van-
illan klifrast þráðbeint upp eftir mjólkrtrónu, og fyll-
ir allt nálægt sér með sætum ilmi. Loftjurtirnar
teygja 70—80 feta langar loftrætr í lausu lofti niðr
frá trjátoppunum, enn í það vefjast aftr vafningsvið-
irnir að neðan, enn í gegnum möskva og göt á tjöld-
um þessum gægjast skrautlegar páliniur og
bochisiur. A bak við þetta sést í myrkr eitt,
enn innanum glittir í glóandi stjörnur á iði; það eru
ljósormar, sem lýsa í myrkrinu. Alt þetta dregr
mann ósjálfrátt lengra og lengra inn f hvarfbauga-
skóginn ; maðr gleymir öllu yfir hinni fjölbreytilegu
dýrð náttúrunnar.
Enn------hvað er orðið af merkjunum, sem eg
skar sVo vandlega í börkinn átrjánum, kvistabrotun-
um, og öðrum einkennum, sem egætlaði að rata heim
eptir? Mér brá við—eg fór að leita, enn fann þau
þá alstaðar og hvergi. Alstaðar voru brotnir kvistir
og skurfur í börkinn á trjánum, og því meira sem
eg leitaði, því ringlaðri varð eg. þúsund slóðir lágu
fram og aptur, hverri átti að fylgja ? eg vissi
ekkert hvert eg átti að snúa mér ; eg var viltr.
Kompásslaus sjómaðr í dimmviðri úti á reginhafi
— ókunnugr ferðamaðr í kafþoku á veglausri sléttu
geta ekki verið ver komnir enn sá, sem er viltr í
skógi; og þvf ver, ef hann er óvanr skóginum. Hon-
um eru allar bjargir bannaðar; hann þekkir engin
einkenni; hann kaun ekki að klifra í trjátoppana ;
yfir hæðum og lágum er hinn sami laufskáli, eklcert
sést frá sór. þúsund vonir um að sleppa vakna og