Iðunn - 01.03.1885, Side 44

Iðunn - 01.03.1885, Side 44
170 I’ra.ns Engel: ur og önnur skorkvikindí ólmuðuðust í kring urn mig; eg heyrði ormana bora og naga trén ; einhver þungr skrokkr lagðist ofan að mér; eg hleraði og starði út í náttmyrkrið, og mundaði hm'finn minn, enn þá hröklaðist þetta burt aftr. Eg sofnaði aftr og hrökk upp—svo leið nóttin. Með morgninum þaut upp mývargrinn eins og þoka, og reif mig og tætti, svo að eg var sem í eldi. Eg skalf eins og hrísla af kulda, og ískaldri dögginni rigndi ofan á mig. það var langt liðið á nótt, þessa hátíðlegu hvarfbauganótt, enn þó fanst mér hún aldrei ætla að líða. Alt í einu brá við ljósi, og drundi við dimm þruma, og í einu vétfangi var dunið á fjarskalegt steypiregn. Eldingum laust niðr hver eftir aðra, og klufu sumar stórvaxna viðarboli í rætr niðr, enn sumar bútuðu þá sundr, og tættu upp stór rjóðr í skóginum ; enn jarðvegrinn fióði í vatni, og bárust með því fauskar og greinar eitthvað undan brekkunni. Dýrin þutu í ofboði eitthvað uudan. Hænsfuglarnir flögruðu við undirskóginn, enn ap- arnir þutu upp í trjátoppa emjandi og vælandi, enn út yfir tóku þó hljóðiu í öskr-öpunum. Alt varð sem í uppnámi, og í allri þeirri ringulreið sá eg bezt, hví- líkr hjálpleysingi maðrinn er verjulaus gagnvart óhemjuskap náttiirukraftanna. Óveðrinu slotaði jafnfljótt, sem það bar yfir; það fór að birta, enn altaf var eins og stórrigning ofan úr trjátoppunum. Eg átti enga bjargarvon þenna dag, og þó var eins og létti á mér torfu þegar eg sá í birtuna. Eg stóð upp, og fór að skygnast um. Eg var í einhverju doðamóki, milli heims og helju. Eg kallaði ekkert, eg hlustaði ekkert, og mór varð ekki

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.