Iðunn - 01.12.1887, Page 12

Iðunn - 01.12.1887, Page 12
426 Alex. L. Kielland : Inaðr og bezta skytta, eins og honum yfir höfuð fanst öllu svo vel fyrir komið í heiminum, sem framast mætti verða. Alphonse var annars eitthvert ið mesta eftirlætis- barn hamingjunnar; honum auðnaðist alt fyrir- liafnariaust. 011 tilveran var sniðin honum svo mátulega, eins og snyrtileg spariföt, og liann bar hana með svo látlausum þokka, og hún fór hon- um. svo vel, að mennirnir gleymdu að öfunda hann. Og svo var lrann svo fríðr sýnum. Ilann var hár og grannr, jarpr á hár, opineygr og augun stór; hann var sviphreinn og sléttr í andliti og skein í hvítar tenurnar, er hann hló. Ilann vissi vel af því, að liann var fríór. En af því að allir höfðu dekrað við hann frá blautu barnsbeini, þá varð hégómleiki hans svo glaðvær og meinlaus, að mönnum fanst eius og ekkert tiltökumál um hann. Honum þótti fjarskalega vænt um vin sinn Char- les ; hann skemti sér og stundum öðrum með því að erta hann upp og henda gaman aðhonum. En hann var svo nákunnugr svip Charles’s, að hann sá undir eins á honum, ef gamanið fór að verða of grátt ; þá sló hann undir eins úr og yfir í mein- laust spaug, sem honum var svo eðlilegt, og svo gat hann korniö Charles, sem var alvarlegr og fremr þurlegr, til að hlæja svo, að hann ætlaði að springa. Charles hafði, frá því þeir vóru drengir, dázt frá- bærlega að Alhponse. Sjálfr var hann lítill og ó- álitlegr, hæglátr og feiminn. En það var eins og

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.