Iðunn - 01.12.1887, Side 55

Iðunn - 01.12.1887, Side 55
Ivölski og málaflutningsmaðurinn 469 var aldrei kyrr; seint og snemma var hann á ferð, annaðhvort í bænum, þar sem hann átti heima, eða þá um sveitirnar þar í kring. Venjulega hafði hann stóran skjalavöndul undir hendinni; hann fjekkst nefnilega við ýmsa pennasnúninga fyrir fólk, og sagt var, að hann gæti skrifað hvern dómstól ráðalausan. Hann hafði þar að auki ótal mál að færa — það var ekki svo rangt mál til, að hann gæti ekki unnið það — og peningarnir loddu við fingurha á honum. — Vænst þótti honum þó urn, að lána út fje gegn vöxtum — nokkuð háum, að sagt var — hann gerði það náttúrlega svo lítið har á ■—; því það var hlutur, sem borgaði sig. 100/. um árið, það var þó altjend dálítið, og það sem bezt var, peningarnir höfðu sjálfir alla fyrirhöfnina, en hann fjekk ágóðann. Nú, jæja — það var nátt- úrlega ekki hægt að fela þetta svona alveg, og hjer og þar stungu xnenn saman nefjum og kölluðu hann b.........okrara, en allir tóku samt djúpt ofan fyrir honum á gangi, og annað ljet haun sig engu skipta. Svona liðu mörg ár, og hann var orðinn gamall og vellauðugur. Svo var það einu sinni snemma um haustið, í blíðu og góðu veðri, að liann fór út og ætlaði að ganga nokkuð rjett sjer til skemmtunar. Veðrið var svo hlýtt og þýtt og liaustloptið fannst honum hressa skrokkinn og hrista upp samvizkuna. iþað var svo einstaklega þýður kyrðar- og friðarblær yfir öllu. -— 0 jæja, hugsaði hann — það vildi jeg, að jeg gæti nú lifað í næði það sem jeg á eptir. — Næði eða frið hafði lxann nefnilega aldrei.—Allt af voru áhyggjurnar að ónáða hann — þær ljetuhann

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.