Eimreiðin - 01.09.1974, Blaðsíða 6
EIMREIÐIN
ÆSKUSTÖÐVAR OG NÁM.
Þú ert alinn upp á Patreksfirði, Kristján? Hefurðu sótt eitt-
hvað til æskustöðvanna í verkum Jnnum?
— E. t. v. fjöruna mína, í liillingum þó. Einliver skynsamur
maður hefur lálið svo um mælt, að hernskustöðvarnar fylgi
okknr alltaf, hverl sem við förum, en þegar við ætlum að finna
þær á sínum stað eftir langa fjarveru, séu þær elcki lengur þar.
Ilvenær hefur þú myndlistarnám?
— Veturinn 1936—1937 stundaði ég nám í nokkra mánuði
hjá þeim Finni Jónssyni og Jóhanni Briem í Reykjavík og
nokkra mánuði árið eftir. Við vorum í Menntaskólanum gamla
á kvöldin. En ég var á aldrinum 15—16 ára, þegar ég byrjaði
að mála.
Ilvað finnst þér þú hafa sótt til Jreirra Finns og Jóhanns?
■— Þeir voru báðir góðir kennarar. Ég lærði sitthvað í teikn-
ingu og meðferð lita hjá þeim. Þeir voru vekjandi. I fyrstu
myndum mínum gætir vafalaust álirifa frá þeim. En þau eru
vitanlega löngu horfin úr verkum mínum.
Ilvað tókst þú þér svo fyrir hendur næsta áratuginn?
— Ég var á sjó hluta þess tíma og hafði þá sjaldnast tök á
að mála. Á stríðsárunum kom síðan Bretavinnan. Þá var mál-
að um helgar. En í stríðslok ákvað ég að halda til Bandaríkj-
anna í listnáin.
Á LISTASKÓLA I VESTURHEIMI.
Hvers vegna fórstu síðan til Vesturheims?
— Ég hefði getað farið á Akademíu í Danmörku. Mig lang-
aði ekki til þess. Ég liafði heldur ekki áliuga á að fara í Hand-
íðaskólann. Ég vildi sjá og heyra lieimslist, enda var Barnes-
skólinn, sem ég fór á, eini staðurinn í heiminum, sem gat veitt
mér það. — Ég nefni sem dæmi, að þar var þá samankomið
meira af myndum eftir Renoir og Mattisse en annars staðar,
auk þess eina safnið af myndum Soutines, sem orð var
á gerandi, og Soutine hafði ákaflega mikið að segja fyrir
mig. Fyrstu kynni mín af þessari merku stofnun voru í tveim-
ur heftum af Saturday Evening Post, en í þeim gat að líta
myndir og greinar, sern gerðu stofnuninni góð slcil, og þangað
fór ég árið 1945.
Hvers konar stofnun var Barnes-skólinn?
Hér er um að ræða stórt listasafn og skóla sem maður að
nafni Alfred C. Barnes stofnaði 1922 fyrir eigið fé og stjórn-
aði síðan til dauðadags einhvern tíma skömmu eftir 1950.
IJann var vísinda- og uppfinningamaður, fann upp lyf, ar-
250