Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.09.1974, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN Er Faeþón Klymenuson hafði klifið brattan stíginn og gengið inn í höll þess sem Epeifr liafði borið brigður á að væri faðir hans, skundar hann rakleitt til móts við Föbus, en varð að nema staðar spölkorn frá, þvi hann þoldi lítt birtuna. Klæddur purpura sat Föbus sólguð í hásæti, settu skínandi smarögðum. Til heggja handa honum stóðu Dagur, Mánuður og Ár, Aldirnar og Stundirnar með jöfnu millibili, hið unga Vor stóð þar, krýnt blómsveig, Sumarið léttklætt og hélt á kornsveigum, Haustið stóð og þar, atað klesstum vínþrúgum, og lirímkaldur Vetur- inn, grár fyrir hærum. Sólguðinn, sem sat fyrir miðju, kom nú auga á unglinginn, þar sem hann stóð hálffelmtraður í þessu nýstárlega umhverfi, leit á hann hinum alsjáandi augum sín- um og mælti: „Hvað er þér á höndum? Hvað viltu upp liing- að, Faeþón sonur, sem ég vil á engan liátt afneita?“ Sveinninn svarar: „Ó, þú ljósgjafi hins gi'íðarstóra alheims, Föbus faðir minn, ef ég má kalla þig því nafni (og Klymena er ekki að breiða yfir einhverja sök með uppspuna), gefðu mér eitthvað til sannindamerkis, svo að ég megi teljast þinn sinur, og eyddu þessari óvissu í brjósti mínu.“ Er sveinninn hafði þetta mælt, tók faðir lians ofan logandi geislana af höfði sér og' bað hann koma nær, faðmaði hann að sér og mælti: „Þú átt annað skilið en að ég vilji ekki gangast við þér, og ekki liefur Klymena rangfeðrað þig. Og til að taka af allan vafa máttu óska þér hvers, sem þér sýnist, og það skal ég veita þér. Ég kalla til vitnis undirheimafljótið, sem guðirnir sverja við eiða sína, en augu vor ná ekki til.“ Hann liafði vart sleppt orðinu, er sveinninn biður um vagn föður síns, að hann fái leyfi til að stýra hinum vængfættu jóum einn dag. Föður- ’nn iðraði svardagans, hann hristir þrem eða fjórum sinnum skinandi höfuð silt og segir: „Þarna var ég helzt til fljótur á mér að heita þér samþykki. Nú vildi ég óska, að við mættum ganga á gefin heit! Því satt að segja er þetta hið eina, sem ég vildi neita þér um, sonur sæll. En ég má telja um fyrir þér: Það sem þú óskar eftir, er iiáskalegt. Þú vilt, Faeþón, færast of mikið í fang, það sem þú ídður um, er kröftum þinum og ungum aldri ofviða. Þú crt (lauðlegur maður, en það sem þú vilt er ekki á færi dauðlegra nianna. í fákænsku þinni ferð þú fram á meira en guðunum er veitt! Hvað sem þeir annars kunna að halda um sjálfa sig, er enginn þess megnugur að standa í hinum logandi vagni nema ég. Jafnvel höfðingi liins mikla Ólymps, sá er lýstur eld- mgum niður með ógurlegri hendi, veldur ekki að stýra vagni þessum. Og er ekki Júpíter mestur allra? 285
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.