Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.09.1974, Blaðsíða 33
ÉIMREIÐINl 3Þetta gildir reyndar aðeins í draumaríki frjálshyggjunnar, þar sem frjáls og fullkomin samkeppni ríkir í hverri grein atvinnulífsins. Það þýðir, að enginn framleiðandi getur ráðið neinu um verð framleiðslu sinn- ar; það ákvarðast af framboði og eftirspurn, sem skammta honum naum- an kost. í raunveruleikanum búa flestir framleiðendur við meira eða minna takmarkaða samkeppni. Þegar af þessum sökum eru hin arfteknu boðorð frjálshyggjunnar um afskiptaleysi almannavaldsins ekki fyrirvara- laust gild. Skynsamir frjálshyggjumenn beita þeim aðeins óbeint, þannig að þeir reyna að sjá í huga sér, hvernig mál myndu skipast ef samkeppni ríkti, og íhuga síðan, hvort tilteknar hagstjórnaraðgerðir muni leiða nær eða fjær þessu fyrirmyndarástandi, sem ómögulegt er að ná full- komlega. 4Að vísu getur verið réttlætanlegt frá stífasta frjálshyggjusjónarmiði að beita opinberum stuðningi til að draga á langinn dauðastríð ósam- keppnisfærra fyrirtækja (eða byggðarlaga), ef þess er aðeins gætt að láta þau samt sem áður deyja á endanum. Ástæðan er sú í grófum drátt- um, að fyrirtæki ber ekki sjálft allan þann aðlögunarkostnað, sem því fylgir að hætta tilteknum rekstri. Hluti kostnaðarins ■— mjög misstór eftir aðstæðum — lendir á starfsmönnum, sveitarfélagi og e. t. v. fleir- um. Nú má segja, að þessir aðilar ættu að múta fyrirtækinu til að halda áfram rekstri, og þannig myndu markaðsöflin halda því á lífi, meðan það þjónaði hagsmunum heildarinnar. En slíkar mútur þyrfti að ákvarða með samningum tveggja aðila, þar sem engin samkeppni væri til að 'tryggja sanngjarna niðurstöðu. Því má verja afskipti almannavaldsins af slíkum tilvikum. BMargar greinar, einkum ýmiss konar þjónusta, eru þess eðlis, að af- urðir þeirra verða ekki fluttar milli landa, og þær njóta því fullkom- innar náttúrulegrar verndar fyrir erlendri samkeppni. Aðrar vörur er dýrt eða erfitt að flytja um langa vegu, og njóta því verulegrar, náttúru- legrar verndar, en ekki fullkominnar. Þetta gildir til dæmis um fram- leiðslu mjólkur, blóma og sements. Framleiðsla, sem nýtur verulegrar náttúrulegrar verndar, getur verið samkeppnisfær á heimamarkaði, þótt hún sé það ekki á útflutningsmörkuðum. Það gildir vafalaust um all- margar íslenzkar iðngreinar og líklega vissa þætti landbúnaðarins. Sumar atvinnugreinar framleiða ekki staðalvöru svonefnda, heldur vöru eða þjónustu, sem er að einhverju leyti einstæð og býr því við ófullkomna samkeppni. Af því tagi eru tízkuvörur hvers konar (fatnaður og húsbúnaður til dæmis) og þjónusta við ferðamenn. Af slíku má selja visst magn, bæði á erlendum og innlendum markaði, þót.t verð sé ekki það hagstæðasta, sem þekkist. Loks kunna vissar atvinnugreinar (eink- um álframleiðslan og farþegaflugið) að vera samkeppnisfærar við sömu gengisskráningu og fiskveiðarnar, en þó má vera, að það sé að einhverju leyti að þakka sérstakri aðhlynningu af hálfu opinberra aðila. °,,Kjölfesta frjálshyggjunnar er trúin á manninn,“ sagði Jónas Haralz í Eimreiðinni ‘72. Þetta er ekki nema hálfur sannleikur, a. m. k. ekki að því er efnahagsmál varðar. Allt eins má segja að grundvöllur frjáls- hyggjunnar sé djúpstætt — og ekki tilhæfulaust — vantraust á getu mannsins til að beita efnahagslegu valdi á skynsamlegan og ábyrgan hátt. Þess vegna á almannavaldið sem minnst afskipti að hafa af efna- hagslífinu, og fyrirtækin eiga að vera valdalausir leiksoppar fullkom- 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.