Eimreiðin - 01.09.1974, Blaðsíða 46
EIMREIÐIN
heldur ekki að halda aftur af hestunum, og hann kann ekki
nöfn þeirra. Út um allan himin sér liann sér til mikillar skelf-
ingar hin risastóru dýr, ferleg ásýndum. Hann kom þar að, er
Sporðdrekinn myndar tvo boga með örmum sínum, og nær með
hala sínum og bognum limum yfir tvö stjörnumerki. Þegar
sveinninn sá hann, ataðan svörtu eitri, ota að sér ógnandi hring-
uðum halanum, þá varð honum svo mikið um, að liann stirðn-
aði af hræðslu og sleppti taumunum úr hendi sér, þannig að
þeir féllu á bök liestanna, en það varð til þess, að þeir tóku á
sprett og fóru á stökki stjórnlaust um loftið um ókunna stigu,
þeir fóru hvert sem þeim sýndist án þess að nokkur hefði liemil
á þeim, þeir þutu milli stjarnanna, sem voru festar á himin-
hvelfinguna og drógu vagninn á eftir sér yfir vegleysur. Þeir
sóttu ýmist upp á við eða æddu niður í móti, svo að þeir voru
komnir fast niður að jörðunni:
Mánagyðjuna furðaði mjög á því að siá fáka sólguðsins
komna miklu neðar en sína og reykinn leggja upp úr skýjun-
um. Jörðin var lögð eldi og það mest sem hún var hæst, gjár
ginu og mýrar þornuðu upp við hitann, engin sviðnuðu og laufg-
ir lundir stóðu í hjörtu báli, og gróður jarðarinnar magnaði
eldinn, sem eyddi honum. Og það sem meira var: miklar borgir
hrundu til grunna, heilar þjóðir urðu eldinum að bráð og brunnu
til ösku, hin skógi vöxnu fjöll stóðu i loga, Aþos logaði og Tár-
us, Kilix, Tmolus og Öte, einnig Idafjall, sem þornaði þá upp,
en hafði áður verið lindauðugt, Helikon, fjall listgyðjanna, og
Hemos, er síðar fékk nafnið Ögaríus. Þá logaði hin mikla Etna
og stóðu upp af henni tvær eldtungur, Parnassus með hnjúk-
ana tvo og Erys og Kynþus og Oþrys, loks hin snjólausa Rho-
dope, Mimas, Dindyma og Mykale og Kiþeron. Þá varð kuld-
inn Skýþalandi að engu gagni, Kákasus logaði, Ossa og Pindus
og Olympus, sem gnæfir hærra en þeir báðir, hin háu Alpa-
fjöll og hinn skýsæli Appenninus.
Nú sér Faeþon, að jörðin stendur öll i háli og hitinn vex úr
öllu valdi, hann andar að sér sjóðheitu lofti, lílct og úr djúpum
ofni, hann finnur, að vagninn er að verða glóandi, hann þolir
ekki við öllu lengur fyrir öskufalli og heitur reykjarmökkur
sveipast um hann. Hann veit nú ekki lengur hvert stefnir eða
hvar hann er staddur, því hann sér ekki út úr reyknuxn og
hann á nú allt sitt undir duttlungum hinna vængjuðu jóa. Þá
ætla menn, að Blálendingar hafi dökknað á hörund, er blóðið
streymdi út í hiiðina. Þá varð Lýbia eyðimörk, er Iindir hennar
þornnðu upp við hitann. Þá leystu vatnadísir hár sitt og grétu
hver sína lind.
290