Eimreiðin - 01.09.1974, Blaðsíða 62
EIMREIÐIN
í hátíðlegum klæðnaði hið efra, lafafrakka með harðkúluhatt
og regnhlíf, hálstau en í fátæklingsbuxum, allt of stórum og
skóm, sem gætu verið af einhverjum öðrum og stærri manni.
Hann gerir liið hátíðlega hlægilegt og hið hlægilega hátíðlegt.
Jesús gerir hið veraldlega heilagt og hið heilaga veraldlegt,
sýnir okkur, að handan hins heilaga og liins veraldlega er
enginn annar en hann sjálfur. Börnin í sandkassanum vita,
að þeirra hús og bílar og þeirra sandkassatími og sandkassa-
kirkjur tilheyra ekki raunveruleikanum sjálfum, leiknum lýk-
ur vita þau, og raunveruleikinn að baki raunveruleikanum
tekur við. Sá, sem lifir fyrir sandinn, lifir samkvæmt láréttum
skilningi og „jarðligum“. Ef til vill hefur Kristur brosað í leyn-
um undir þyrnikórónunni, vitað, að þetta er allt saman leikur,
raunverulegur leikur. Hann hýður hinum kúgaða, þjakaða,
vonlausa, tilgangslausa, lárétta, gleðisnauða manni að brosa
með sér — listrænt!