Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Side 62

Eimreiðin - 01.09.1974, Side 62
EIMREIÐIN í hátíðlegum klæðnaði hið efra, lafafrakka með harðkúluhatt og regnhlíf, hálstau en í fátæklingsbuxum, allt of stórum og skóm, sem gætu verið af einhverjum öðrum og stærri manni. Hann gerir liið hátíðlega hlægilegt og hið hlægilega hátíðlegt. Jesús gerir hið veraldlega heilagt og hið heilaga veraldlegt, sýnir okkur, að handan hins heilaga og liins veraldlega er enginn annar en hann sjálfur. Börnin í sandkassanum vita, að þeirra hús og bílar og þeirra sandkassatími og sandkassa- kirkjur tilheyra ekki raunveruleikanum sjálfum, leiknum lýk- ur vita þau, og raunveruleikinn að baki raunveruleikanum tekur við. Sá, sem lifir fyrir sandinn, lifir samkvæmt láréttum skilningi og „jarðligum“. Ef til vill hefur Kristur brosað í leyn- um undir þyrnikórónunni, vitað, að þetta er allt saman leikur, raunverulegur leikur. Hann hýður hinum kúgaða, þjakaða, vonlausa, tilgangslausa, lárétta, gleðisnauða manni að brosa með sér — listrænt!

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.