Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1918, Side 26

Ægir - 01.03.1918, Side 26
62 ÆGIR setja hana saman, hreinsinálar og 1 varatoppstykki. c. Áreiðanlegur áttaviti, er sé leiðréttur árlega aí þeim manni, er félagið ræður til þess, á kostnað liátseiganda. d. Ljósker og þokuhorn, er séu svo úlbúin, sem fyrir er mælt i siglinga- reglum frá 1907; einnig ilagg. e. Traust legufæri; þyngd akkera, lengd og gildleika festar, ákveða virðingar- menn. f. Öllum bátum slcal fylgja slökkviá- hald þeirrar tegundar, sem Samá- byrgðin tekur gild. Þeir bátar, sem eru yfir 12 tonn, skulu hafa hraða- mælir. g. Bátseigandi er skyldur að tilkynna félagsstjórninni bréflega, ef formanna- skit'ti verða á bát hans á vátrygging- arlimabilinu, og má stjórnin þá nota rétt sinn til að hafna formanninum, samkvæmt 12. gr. íélagslaganna. 2. Skyldur jormanna. a. Formenn skulu nákvæmlega haga sér eftir siglingareglum 1907. Þeir skulu og færa stjórniuni sönnur á, að þeir kunni vel að hagnýta sér áttavita og kunni nægilega mikið i siglingareglum til að forðast árekst- ur. Formenn á þeim bátum, sem stunda veiðar utan ísafjarðarsýslna, skulu hafa með sér nægileg sjókort yfir þá staði, sem þeir sigla á. b. Formenn skulu vandlega gæta þess, að báturinn og alt, sem honum á að fylgja, sé i góðu slandi, og láta jafnskjótl bæta það er úr sér geng- ur; bera þeir ábyrgð á allri vanrækslu sinni i þessu efni, og bæta fyrir, ef tjón hlýzt af hirðuleysi þeirra eða handvömm. e. Þegar bálur brotnar skal formaður tafarlaust tilkynna það félagsstjórn- inni, svo skaðinn verði metinn eftir ráðstöfun hennar, sbr. 15. gr. félags- laganna. Formaður skal og gæta þess af fremsta megni, að bjargað sé af bátnum svo miklu, sem auðið er, á- samt bátnum sjálfum, og koma þvi og honum í varðveizlu á öruggum slað. d, Formenn á bátum, sem vátrygðir eru í félaginu, skulu skyldir til að hjálpa hver öðrum úr háska á sjó. Borgunar fyrir hjálpina verður eigi krafist eftir venjulegum björgunar- reglum, heldur ákveður félagsstjórn- in hana með hliðsjón af kostnaði og fjárljóni því, er hjálpin hefir bakað þeim er veitti. Bátar, sem þarfnast hjálpar, mega eigi þyggja hjálp ut- anfélagsbáta gegn bjarglaunum, ef þeir geta fengið hjálp hjá innanfé- lagsbátum. 3. Skyldur virðingarmanna. Virðingarmenn skulu ætið virða báta á þurru, og vandlega gæta þess, að all það fylgi bátunum, sem reglugerð þessi mælir fyrir. — Þeir skulu og lita eftir i hvaða standi báturinn og vélin er, og alt það er fylgja á, sérstaklega áttavita og legufæri. Virðingargerð sina skulu þeir rita á þar til gerð eyðublöð. Á þeim skal þess gelið liver formaður sé á bátnum, og ef nokkuð vantar af þvi, sem bátnum á að fylgja. Pannig samþykt á aðalfundi þ. 28. nóv- ember 1915. Fvrir hönd sljórnarinnar. Ó. G. Daviðsson (féhirðir).

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.