Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 8
2 ÆGIR félagið fái þær fréttir, sem í kassanum standi og gat eg skýrt frá því. Hann segir þá: Við erum að búa skip okkar út á sild og höfum loforð fyrir 13 aurum meira fyrir hvert kíló en skýrsla ykkar sýnir, og sé hér ekki með rétt farið, þá ættuð þið að vara ykkur á því að hræða fólk með röngu verði. — Sannað nokkuð gat eg ekki, en eg tók þegar skýrsluna úr kassanum og það var hin siðasta skýrsla, sem í hann kom. Eg hafði engin ráð til að komast að því, hvort eg væri að birta rétt, og hefði ekki vinur minn einn bent mér á ýmsar fjarstæður í skýrslum, sem eg bar undir hann áður en eg fór með það í prentsmiðjuna, þá hefði lítil prýði verið að þeim köflunum í Ægi og því minna gagn. Svo kotn stríðið og alt varð á reiki, síðan komu ensku samningarnir, þá réðu íslendingar við ekkert og til þessa hefir all- ur lcaupskapur verið i óreiðu og verið á því reiki, að á engu var að byggja, og er ekki enn, vegna breytinga á gengi er- lendrar myntar, og þeir spámenn ekki meðal vor, sem séð gela fyrir afleiðingar þeirra. Innlendar aflaskýrslur. í byrjun ritstjórn- ar minnar skrifaði eg nokkrum mönnum og b ð þá senda aflaskýrslur f Ægir. Litlu var mér svarað um þetta, en þó hafa einstöku menn sent Ægi aflaskýrslur og sumir árlega, en mér var það fullljóst að skýrslur á stangli eru mjög þýðingar- litlar. Hagstofan sendi Ægi biéf og lagði svo fyrir að allan afla ætti að gefa upp í kíló, en skýrslur eru oftast gefnar með stykkjatölu. Hvað er nú að byggja á slík- um aflaskýrslum, sem aðeins sýna hvað á land hefir kotnið á fáeinum stöðum á landinu, en geta ekkert um hvað kostað hefir að ná fiskinum á land. Ekki geta þær aflaskýrslur sýnt hag manna að fiski- veiðum loknum. Brúttóreikningar eru helst til tíðir hér en lítið á þeim að byggja. Til þess að auka aflaskýrslur í Ægi, sem sumum þótti ómissandi, var búin út aflaskýrslubók eða form, sem fara mætti eftir síðar meir er upplagið væri þrotið, prentaðar voru 2000 slíkar bækur, sendar vígsvegar um landið og skorað á menn að vitja þeirra endurgjaldslaust á skrif- stofuna. Hr. Matth. Ólafssyni var falið að semja skýrsluformið og eru í því margar góðar bendingar fyrir fiskiinenn og sigl- ingareglurnar prentaðar aftan við. Skýrslu- bók þessi var fyrst send út 1915, var þá skrifað um hana f Ægi og brýnt fyrir mönnum að geyma bókina sér lil gagns og gamans, en senda Ægi heildaraflann úr bókinni að vertíðum enduðum. Um 1500 bækur eru nú komnar meðal fiski- manna og nokkrar til nemenda stýri- mannaskólans, en þessi 6 ár hafa aðeins borist 5 skýrslur úr þessum bókum, þann- ig, að til hægðarauka fyrir þá er skýrsl- una sendu voru bækurnar sjálfar sendar ósamanlagðar og tölur ógreinilega skrif- aðar. Þetta sýnir bezt hve fúsir menn eru að aðstoða sitt eigið málgagn er um skýrslur í ritið er að ræða. Afli bolnvörpuskipa. Eitt af því, sem eg áleit skyldu mína er eg tók við ritsijórninni, var að birta afla botnvörpuskipa héðan úr bæ. Gekk mér þetta illa í fyrslu, en að lokum var mér bent á mann, sem mundi geta skýrt mér nákvæmlega frá afla þeirra. Samdist svo með okkur, að hann skyldi gefa mér tölu hvers skips gegn því að eg þegði um hvaðan eg fengi upplýs* ingarnar. Eg var vanur þvi, bæði frá Viðey og við hinar fyrstu tilraunir mínar, að mönnum frá sama skipi bar aldrei satnao um aflann og treysti þvi engu í þessa átt, en þóltist nú fær í allan sjó er eg átli von á þessari hjálp. Svo birtist skýrsla urn afla botnvörpU"

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.