Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 14
8 ÆGIR samþykkt: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiíélag íslands að fara þess á leit við stjórn ríkisins að sjá um að peningastofn- anir landsins geli og vilji veita nauðsyn- leg lán til rekslurs og viðhalds útvegi í Sunnlendingafjórðungi, svo hann þurli ekki um of að dragast saman sökum ljárkreppu.« Vitamál: Svohlj. till. frá Gerðahreppi samþykkt: Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiskifélagsins að íara fram á við rílds- stjórnina að fá styrk til að gjöra Varaós- vitann þannig úr garði að hann komi að fullum notum. Sömuleiðis óskar hann meðmæli hennar til alþingis að bygður verði annar samskonar viti við Króksós i Garði hið fyrsla. Ennfremur var ræll um: Aflaskýrslur: Urðu nokkrar umræður um vöntun þeirra og tóku ýmsir til máls. Var að lokum svohljóðandi till, samþ. »Fjórðungsþingið lýsir því yfir að það telur tilfinnanlega vöntun á aflaskýrsl- um um ástand sjávarbúnaðar og aflabrögð og skorar á sijórn F'iskifélagsins að vekja deildirnar af þessum dvala og afla þvi þannig þekkingur á ástandi sjávarbúnað- arins. Fiskifélagið greiði til deildanna sæmilega þóknun fyrir skýrslugjörð- irnar.« Styrktarsjóður: Svohljóðandi tillaga samþ.: »Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiskifélagsins að hún beítist fyrir því, að slofnaðar verði sjóður undir stjórn þess til slyrktar þurfandi og verðugum sjó- mönnum. Svohljóðandi fundarályklun frá Kefla- vikurdeiidinni var samþykkt: 1. Að erindreki Fiskifélagsins lerðist um tjórðunginn og komi lil viðtals í deildirnar að minsta kosti 2 sinnum á ári. 2. Að mánaðarritið Ægir gjöri sér meira far um en hingað til að flytja góðar og nytsamar hugvekjur úr útlendum fiskiveiðarritum um aflabrögð, nýjar fiskiaðferðir, um hagnýtingu ogmeð- íerð fiskiafurða, vöruvöndun og verð- lag og annað fleira i sambandi við það. 3. Ef erindrekastaðan erlendis verður ekki veitt aftur, þá verði ungum efnilegum mönnum er þess kunna að óska — og þeir jafnvel kvattir til þess — að fá ferðastyrk af sjóði Fiskifélagsins til að kynnast ýmsu er lýtur að endurbótum á fiskiveíð- um og hagnýtungu afurðanna og öðru því er til framfara horfir fyrir fiskiveiðarnar. Fjárframlög til Fiskifélagsins: Svohljóð- andi samþykkt: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélagið að fara fram á hærri fjár- framlög en átt hafa sér stað síðustu ár, með sérstöku tilliti til 2. gr. félagslaganna. Funclir Fjórðungsþingsins: Fjórðungs- þingið álilur að heppilegast sé að fundir þess eftirleiðis verði í oklóbermánuði, Ákveðið var að halda næsta íjórðungs- þing í Reykjavik. Eftir að fundargjörðin var upplesin og samþykkt og ekki komu fleiri mál til umræðu, þakkaði forseti fundarsókn og sagði Fundi slilið. Ágúst Jónsson. Friðrik J. Rafnar. Fjórðungsþing Yestfirðinga. Ár 1921, hinn 22 janúar, var hið 3. Fjórðungsþing fiskideilda Veslfjarða sett og haldið á ísafirði. Þessir fulltrúar voru mættir i þingbyrjun: Frá F'iskifélagsdeild ísafjarðar: Arni Gíslason yfirfiskimatsmaður. Kristján Jónsson, frá Garðstöðum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.