Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 10
4 ÆGTR í síðasta hefti Ægis gerði eg grein fyrir hversvegna hann kom aðeins út 7 sinnum á árinu, en um afgreiðslu hans á pósthús héðan, vísa eg til póstkvittunarbókar félags- ins, sem getur sýnt, að hann er ekki Iátinn liggja hér eftir að hann kemur úr prent- smiðjunni. Hvað ferðum hans suður með sjó líður og hvenær hann er opnaður þar get eg ekki ráðið við og engin kvörtuu hefir hingað borist fyr en eg las hana í Morgunblaðiuu. Ár 1914 voru tekjur Ægis alls kr. 691 70 — 1915 — — — — — 846.60 — 1916 — — — — — 1177.50 — 1917 — — — — — 1254.60 — 1918 — — — — — 1650.80 — 1919 — — — — - 3200.15 Síðan 1915 hefir kostnaður allur við út- gáfuna aukist gífurlega, en verð Ægis verið 1—2 kr. árgangur, svo að á flestum árum hefir halli orðið talsverður eins og skýrsl- ur Fiskifélagsins sýna og mestur verður hann 1920 þar sem útgáfukostnaður er um 5000 krónur á þeim 7 eintökum, sem út komu á árinu síðast. Að vísu eru tekj- ur þær mestu, sem orðið hafa, en þær fylla litið. Eg hefi ávalt skilið ganginn i þessu svo, að eg sem ritstjóri Ægis væri sam- vinnumaður erindrekanna og þeir mínir. Laun okkar hjer eru lík og við störfum fyrir sama félag og eigum að stefna að sama marki, en enn sem komið er vantar tals- vert á félagsskapinn og fyrir þá vöntun liður aumingja Ægir. Svo þakka eg fyrir hönd tímarilsins öllum þeim, er aflaskýrslur og annað hafa sent til birtingar í þvi, og sömuleiðis Kefl- vikingum, sein bent hafa á gallana og þannig stutt mitt mál. Þar setn eg get þess, að laun mín og erindrekanna séu lík, þá er hér skýringin. Eg hefi 1200 krónur á ári fyrir Ægir, þeir 1300 kr. með ferðakostnaði. Til þess að koma hverju hefti út fara 8—10 dagar; í það þarf að safna, skrifa ritgerðir, lesa prófarkir, skrifa utan á til kaupenda og koma Ægi i böggla á póst. Flest af þess- ari vinnu er yfirtíð. Hér við bætisl engin dýrtíðaruppbót, hvorki hjá mér né þeim; en þar sem það hefir komið i ljós, að laun erindrekanna séu of lítil, þá vil eg benda stjórn Fiskifélagsins og Fiskiþingi á það, að fyrir löngu hefði átt að áætla ferðastyrk til þess, að ritstjóra tímaritsins gæfist færi á að kynnast ýmsu í veiði- stöðum, i það minsta sunnanlands, og fengi með því betri þekkingu á öllu, er að þessari sérstöku ritstjórn lýtur, og gæti gengið úr skugga um ýmislegt, er beima á í ritinu, kynst mönnum, sem gæti orðið til frekari gróða fyrir ritið. Ferðakostnaður þessi þótt lítill væri, skyldaði ritstjórann til þess að fara eitthvað í þessum tilgangi, og það eitt væri nóg, enda er ritið til þess ætlað, að grenslast eftir ástæðum og fyrir- komulagi í verstöðum, en slíkt fæst ekki með því að sitja ávalt á stól inni á skrif- stofu og láta færa sér ógreinilegar og óábyggilegar fréttir, sem enginn vill kann- ast við, er þær loks sjást á prenti. í janúar 1921. Rilsljóri Ægis. Skýrsla erindreka Sunnlendingafjörðungs. 1 veiðistöðvunum, Stokkseyri, Eyrar- bakka og alt út í Hafnir allgott ár hvað fiskirí snertir, enda mest á þessum slóð- um opnra báta sjósókn er telja má happa* drýgsta eins og nú stendur á með oliu- verð. Aftur á móti á Miðnesi og yfir alla Faxabugt örlítill afli á opnum bátum á vertíðinni, þvi netjafiskur brást að mestu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.