Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 25
ÆGIH 19 eða reykingarsala íslensku farþegaskip- anna. Hjer er þarft verk unnið þar sem sjó- mannaheiinilið er fullgert og vel þess vert, að að því sje blynt á einn eður annan hátt. Hæstiréttur. 12. janúar var tekið fyrir sakamál þeirra Hallgríms Finnssonar, tieirs Pálssonar og Elíasar F. Hólm. Eggert Claessen var sóknari og rakti sögu málsins vand- lega. Eins og getið heíir verið hér í blað- inu, voru hinir ákærðu dæmdir af héraðs- dómaranum meðal annars fyrir brot gegn 288. gr. hegningarlaganna, sem hljóðar svo: »Ef maður veldur skipbroti, eða að skipi hlekkist á á sjó á annan hátt, og svo er ástatt, að mönnum með þvi er stofnað í bersýnilegan lífsháska, þá varðar það typtunar húsvinnu ekki skemri en 8 ár, og getur hegningin orðið líflát, ef nokkur maður ferst af því. Verði það með öðrum atvikum, skal beita hegningarvinnu á væg- ara stigi«. Undirdómarinn hafði heimfært brotið undir síðari málsgreinina, (»verði það með öðrum atvikum o. s. frv.«), af því honum hefir ekki virst mönnum vera stofnað í bersýnilegan lífsháska með til- tækinu. Sóknarinn hélt þvi þó fram, að svo hefði verið, því bæði hefði skipið verið gert inólstöðuveikt, með því að bora á það niður undan káetugólfinu 6 göt hvert upp af öðru, 3 cm. að þvermáli hvert fyrir sig, og var i þau drepið kork- töppum, en einni tréfjöl tylt lauslega yfir þá alla, og í annan stað hefði skipsbát- urinn verið alls ónógur fyrir þá 11 menn, sem voru á skipinu, hvað sem upp á hefði komið (skoðunarmenn töldu hann hæfilegan handa 8 manns í góðu veðri), og útbúnaður á honum allur í ólagi. Auk hlutdeildar í brotum hinna var Hallgrimur Finnsson dæmdur fyrir þjófn- að. Á síðustu velrarvertíð var hann fyrir mótorbátnum Eggert Ólafssyni frá lsafirði, og var nálægt páskurn staddur suður í Miðnessjó. Varð þá öll skipshöfnin, 11 manns, samlaka um að stela S neta trossu, sem varð á leið þeirra, og fiskinum, sem í uetunum var. Fiskinn seldu þeir, og bar hver þeirra 17 krónur úr býtum fyrir hann, en netin tóku tveir til sin, gegu því að leysa lii sin hluli hinna. Þeir Guðmundur Ólafsson, Björn P. Kalman og Pélur Magnússon héldu uppi vörn fyrir hina ákærðu. 14. þessa mánaðar var kveðinn upp dómur i málinu á þessa leið: Atbrot hinna ákærðu ber að heimfæra undir 288. gr. siðara málslið, sbr. 55. gr. og 46. gr., svo og undir 261 gr., sbr. 55. gr. hinna almennu hegningarlaga, og að þvi er Hallgrim Finnsson snertir einnig undir 230. gr., og ákveðst hegningin með hliðsjón af 63 gr. — Eftir ástæðum máls- ins og hlutdeild hvers hinna ákærðu 1 hinum drýgðu glæpum, sem í öllu veru- legu er rétt lýsf i aukaréltardómnum, þykir hæfilegt að ákveða liegninguna þannig, að Hallgrimur Finnsson sæti betr- unarhúsvinnu í þrjú ár, Elias F. Hólm í tvö ár og sex mánuði og Geir Pálsson í tvö ár. Var Björn P. Kalman verjandi hans. Eiganda þorskanetanna og fisksins, sem stolið var, verða ekki dæmd iðgjöld í þessu máli. Um málskostnað i héraði á aukaréttar- dómurinn að vera óraskaður. Ákærðu greiöi einn fyrir alla og allir fyrir einn, allan kostnað af áfrýjun máls- ins til hæstaréltar, þar með talin mál- flutningslaun til sækjanda, 250 kr., og til verjendanna, 100 kr. til hvers þeirra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.