Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 22
16 ÆGIR árlega. Kaupraannafélag Reykjavíkur gerir tillögur um helming dómnefndarmanna fyrir 30. nóv. ór hvert en tilnefningin fer fram eigi síðar en 15. des. Eru dómnefnd- armenn tilkvaddir með tilliti til sérþekk- ingar á ýmsum viðskiftum og forgöngu í ýmsutn atvinnugreinum. — Dómnefndin kýs sér sjálf formann og tvo varaformenn úr sínum fiokki og ræður formaður nefn- inni ritara, er sé lögfræðingur. — Aðal- fundur skal haldinn fyrir 14. jan. ár hvert. í hverjum gjörðardómi silja þrír dóm- endur og skipar fonnaður þá. Ef gjörðar- dómurinn getur ekki orðið sammáia um úrslit máls, tilnefnir formaður dómnefndar tvo menn i viðbót í gjörðardóminn og ræður stðan afl atkvæða málsúrslitum. Um starfsháttu dómsins og verksvið segir nánar fyrir í reglugjörð hans. Lttill vafi ætti að vera á því, að þessi nýja stofnun verði mikið notuð. í stað þess að fara til dómstólanna, sem í deilu- málum viðskiftalegs efnis verða allajafna að sækja sérþekkingu til verzlunarfróðra manna, geta menn lagt málið fyrir hinn nýja gjörðardóm og fengið úrskurð hans. Mun óhætt að ætla að þessi leið reynisl allajafna fljótfarnari en dómstólaleiðin, og má gera ráð fyrir að gjörðardómurinn verði ætíð þannig skipaður, að dómend- urnir hafi einmitt þá sérþekkingu, sem nauðsynleg er í hverju ináli. Og hvað lög- fræðislega hlið málsins snertir, þá er trygg- ing fengið fyrir þvf, að farið sé í öllu að lögum, með því að hafa lögfræðing fyrir ritara i dóminum. Á aðalfundinum var formaður dómsins kosinn Ásgeir Sigurðsson stórkaupmaður, varaformaður var kosinn A. V. Tulinius og annar varaformaður Björn Kristjánsson. Endurskoðendur voru kosnir Carl Olsen stórkaupmaður og Jón Björnsson kaupm. íslenzki fiskimarkaðurinn, Fyrir nokkru stóð í erlendum sím- fregnum ummæli úr skýrslu yfirkonsúls Norðmanna á Spáni, um fiskmarkað Norðmanna, og hver áhrif íslenzki fisk- urinn hefði á sölu hans og verðlag. Morgunbl. hefir borist aðalatriðin úr ummælum norslca konsúlsins. Rekur hann þar allítartega sögu fiskimarkaðs Norðmanna og ber saman fiskútflutning þeirra við önnur fiskframleiðslulönd. svo sem Færeyjar, England, Nýfundnaland og fleiri. Ummæli konsúlsins um íslenzka fisk- inn eru þau, að hann sé stöðugt að ryðja sér meira og meira til rúms á spanska markaðinum. T. d. fái Burges nú allan þann fisk, sem bærinn og sam- nefnt hérað noti, frá íslandi, en áður hafi það verið ágætur markaður fyrir stóran norskan fisk. Og það sem geri það að verkum, að norski íiskurinn selj- ist þolanlega á Spáni enn þá, sé, að hann sé ódýrari en sá íslenzki. En yfir- leilt segir hann að norski fiskurinn þyki verri. Spánskir fiskikaupmenn segir hann að leggi mikla áherzlu á að fiskurinn líti fallega út, og þar skari íslenzki fislc- urinn langt fram úr; hann sé hvitari og venjulegast betur þurkaður. Konsúllinn segir enn fremur, að áður fyrri hafi norski fiskurinn ráðið verðlagi á spánska markaðinum, en nú sé það islenzki fiskurinn, sem geri það. Að síðustu gefur hann fiskiframleið- endum Noregs þau ráð, að vilji þeir standast samkepni við ísl. fiskinn og þann færeyska, þá verði þeir að gera sér meira far um að framleiða betri vöru. Fiskurinn verði að slægjast, fletj- ast og þurkast betur. Fiskur frá Sunn- mæri reynist bezt, vegna þess að með-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.