Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 15
ÆGIR 9 Frá Fiskifélagsdeildinni»Tilraun« Hnífsdal: Hálfdán Hálfdánarson útgerðarmaður Frá Fiskifélagsdeildinni »Þuríður sunda- fyllir« Bolungavík: Arngrímur Bjarnason kaupmaður. Frá Fiskifélagsdeildinni »Hvöt« Flateyri: Steingrímur Árnason útgerðarmaður. Frá Fiskifélagsdeild Dýrafjarðar: Guðm. G. Kristjánsson verslunarm. ísafirði, samkv. umboði. Frá Fiskifélagsdeild Patreksfjarðar: Sveinbjörn Kristjánsson kaupm. ísa- firði, samkv. umboði. Forseti fjórgungsins, Arngrímur Fr. Bjarnason, setti þingið og stýrði fundum þess, en ritari var kosinn Kristján Jónsson. Svohljóðandi simskeyti var samþykt að senda Fiskifélagsstjórninni í þing- byrjun: »Fjórðungsþing Vestfirðinga sett í dag sendir yður kveðju. Það er eindreginn vilji deilda og fulllrúa hér að Fiskiþingið verði kallað saman i byrjun alþingis, lil afgreiðslu ýmissa mikilsvægra mála, en teljum Fiskiþing i sumar þýðingarlilið. Óskum svars frá yður um hvenær Fiski- þing kemur saman og þau sérstöku mál, er Fiskifélagsstjórnin vill beina til Fjórð- ungsþings. Þökkum hluttöku yðar i niðurfærslu oliuverðs.« Síðan var samþykt svohljóðandidagskrá: 1. Steinoliumálið. 2. Olíuforðabúr á ísafirði. 3. Vitamál. 4. Sala á sild. 5. Mat sjávarafurða. 6. Hafnabætur. 7. Starfstilhögun Fiskifélagsins. 8 Veðurfræðistöð. 9. Náms-skeið á ísafirði. 10. Ákvæði um næsta Fjórðungsþing. 11. Kosning Fjórðungsstjórnai'. 12. Kosning fulltrúa á Fiskiþing. /. Steinollumálið: I því máli var að um- ræður loknum svohlj. tillaga samþykt með öllum atkv. Náist hagkvæmur samningur um kaup á steinolíu til landsins, skorar Fjóxð- ungsþingið á Alþingi að hlutast til um að íikisstjói'nin »taki hið bráðasta i sinar hendur einkasöla á steinolíu samkvæmt lögum nr. 7 frá 1917.« II. Olíu-forðabúr á ísafirði: Eftirfarandi tillaga samþykt i því máli með sam- hljóða atkvæðum: »Fjórðungsþingið skorar á ný fastlega á stjórn Fiskifélagsins, að beita sér fyrir því að olíu-forðabúr verði sett á stofn hér á ísafirði hið allra bráðasta.« III. Vitamál: 1 það mál var kosin nefnd. lír. A. Kristjánsson, Steingrimur Árnason, Hálfdán Hálfdánarson. Kr. A. Kristjánsson mætti eigi á þinginu og lögðu hinir nefnd- armennirnir fram svohljóðandi tillögu er var samþykt i e. hlj. eftir ítarlegar um- ræður: a. »Með þvi að Arnarnesvitinn er að dómi sjófarenda allsendis ófullnægj- andi sem innsiglingarviti í Djúpið, skorar Fjórðungsþingið eindregið á Fiskifélagsstjórnina að hlutast til um það við vitamálastjórnina, að fenginn verði fullnægjandi viti á Arnarnes. b. Fjórðungsþingið bendir því lil Fiski- félagsdeildanna á Suðureyri og Flat- eyri að láta nægilega rannsókn fara fram á því, hvernig Keflavikurvitinn lýsir fyrir Sauðanesboða, og kæra tafarlaust fvrir vitamálastjórn, ef vitinn lýsir eigi rétta leið fyrir Sauðanes.« /V. Silda- og fiskimal: í þvi máli sam- þykt svohlj. ályktun með samlilj. atkv. a. Fjórðungsþingið skorar á Alþingi að leggja mikla áherslu á mat saltaðrar sildar og strangt eftirlit með tunnun- um, þangað til þær eru komnar i skip.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.