Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 17
ÆGIR 11 mun og skorar á stjórn Fiskifélags- ins að fá vel færan raann til kensl- unnar. Námstíminn verði lengdur og verkleg kensla meiri en verið hefir og sérstök prófreglugerð verði samin«. X. Landhelgismálið. Nefnd var kosin í það mál, þeir, Sveinbjörn Kristjánsson, Arngr. Bjarnason og Hálfdan Hálfdanar- son, og bar hún fram svohljóðandi til- lögur er voru samþ. i einu hljóði. a. »Að þeirri stefnu síðasta Fjórðungs- þings og Fiskiþings sé haldið fram ötullega, að landhelgislínan verði færð þannig, að ílóar og firðir lands- ins sé alfriðaðir fyrir botnvörpu- veiðum og síldveiði útlendinga. b. Að sérstakur bátur annist landhelg- isgæslu á tímabilinu frá 1. júlí til 31. desbr., á svæðinu frá Látrabjargi til Hornbjargs, ár hvert. Og byrji sú gæsla þegar á næstkomandi sumri, þar sem yfirgangur botnvörpunga víðsveg- ar á þessu svæði keyrir fram úr hófi. c. Fjórðungsþingið beinir því til erind- rekans, að leita lil Fiskifélagsdeilda og sjávarútvegsmanna um fjárfram- lög að nokkurum hluta til þessarar gæslu, sem nemi eigi minna á hvern hlut frá sjó, en lendingarsjóosgjald er alment nú i veiðistöðvum hér«. XI. Nœsta Fiskiþing. Sem svar upp á áskorun til Fiskifélagsstjórnarinnar um að kveðja saman Fiskiþing í vetur, hafði erindreka ijórðungsins borist skeyti frá Fiskifélagsstjórninni um, samkv. ályktun stjórnar félagsins 6. des. síðastliðinn yrði Fiskiþing ekki haldið fyr en í sumar. Erindreki Árni Gíslason átti og símtal við lörseta Fiskifélagsins og tjáðist hann þar halda fast við nefndarályktun stjórn- arinnar. Eítir nokkrar umræður var í e. hlj. samþykt að senda erindrekum fjórð- unganna (Norðlendinga, Austfirðinga og Sunnlendinga) svohlj. símskeyti: »Höfum sent itrekaðar áskoranir til Fiskifélagsstjórnarinnar um Fiskiþing í febrúar, en hún neitað. Mótmælum Fiski- þingi í sumar. Væntum áskorana úr fjórð- ungi yðar tilstuðnings þinghaldsí febrúar«. Ennfremur var samþykt að senda Fiskifélagsstjórninni svohlj. simskeyti: »HöIdum fast við áskorun um Fiski- þing i febrúar. Berum fúslega fulltrúa- kostnað héðan. Mótmælum Fiskiþingi í sumar og munum ekki taka þátt i þvi. Fjórðungsþing Vestfirðinga«. XII. Samlag*kaup á veiðarfœrum. Samþ. var að taka það mál á dagskrá og svo- hljóðandi tillaga samþykt: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið að vinda bráðan bug að því, að leitast fyrir um kaup, frá góðum verksmiðjum á ódýrari veiðarfærum en nú eru til i landinu og helst svo fljótt að deildir hér fái vitneskju um kaupin eigi siðar en í febrúarmán. næstk«. XIII Kosning Fjórðungsstjórnar. For- seti kosinn: Arngrimur F. Bjarnason með 6 alkv. Ritari Kristjáu Jónsson frá Garðsstöð- um með 6 atkv. Varaforseli Árni Gíslason, Vararitari Guðm. G. Kristjónsson; báð- ir í einu hljóði XIV. Kosning fulltrúa á Fiskiþing. Aðalfulltrúar: Arngrimur F. Bjarnason með 5 atkv. og Kristján Jónsson með 4 atkv. Varafulltrúar: Árni Gíslason með 5 at- kvæðum og Kristján Ásgeirsson verzlunarstjóri á Flateyri með 4 atkv. Samþykt var að halda næsta Fjórð- ungsþing á ísafirði. Fleiri mál komu ekki fyrir þingið. Kristján Jónsson, frá Garðsstöðum, ritari.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.