Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 16
10 ÆGIR b. Fjórðungsþingið lætur það álit sitt i ljós, að nauösynlegt sé að lögboðið verði mat á öllum saltfiski, sem gengur kaupum og sölum manna á milli. V. Sala á Síld: Samþykt svofeld ályktun með 4 samhlj. atkv. »Fjórðungsþingið álilur nauðsynlegt að sala allrar útíluttrar síldar lcomist á eina hönd i ár, og hallast eindregið að því, að rikisstjórnin haíi söluna með höndum og væntanleg útflutningsnefnd verði þannig skipuð, að ríkisstjórnin út- nefni 1 mann, samlag útgerðarmanna 2. mann og Fiskifélag íslands 3. manninn. VI. Hafnabœlur: í því máli samþykt svohlj. ályktun með 6 samhlj. atkv. »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag íslands, að sem fyrst verði fenginn vel hæfur maður tíl þess að rannsaka og gera áætlanir um hafnabætur viðsvegar um landið. Ennfremur skorar Fjórðungsþingið á Alþingi, að veita sem ríflegastan styrk til hafnabóta. VII. SiavfstUhögun Fiskifélagsins: Nefnd var kosin í það mál, Kristján Jónsson, Arngrímnr Fr. Bjarnason og Árni Gisla- son, og bar hún fram eftirfarandi tillögu er var, eftir itarlegar umræður, samþykt i e. hljóði: a. Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiski- félagsins að hafa ávalt á reiðum höndum, og ekki sjaldnar en einu sinni i mánuði, skýrslur um verð framleiðsluvara og verð á erlend- um útgerðarvörum, og senda íjórð- ungserindrekunum jafnskjótt og skýrslurnar berast henni i hendur. b. Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið að hækka laun forseta að miklum mun frá því sem nú er og jafnframt ætla honum sæmilegan ferðakostnað til þess hann geti ferðast og heimsótt deildir út um landið einu sinni á ári. Einnig telur Fjórðungsþingið rétt að laun Fjórðungserindrekanna hækki nokkuð og ferðakostnaður þeirra verði aukinn. c. Fjórðungsþingið álítur erindrekastarf Fiskifélagsins erlendis óþarft að svo stöddu, og telur sjálfsagt að fé því er til erindrekans hefur verið varið, verði varið til aukinnar starfsemi fé- lagsins innan lands. Ennfremur var í sama máli samþykt svohljóðandi viðaukatillaga frá Axngrimi Bjarnasyni. »Fjórðungsþingið telur heppilegt að framtíðarskipulag Fiskifélagsins verði svipað og Búnaðarfélags íslands er nú, og Fjórðungsþingið fái nokkur fjárráð i sinar hendur til srnærri framkvæmda.« VIII. Veðurfrœðisslöðvar. í því máli samþ. svohlj. tillaga frá A. F. B. með öllum greiddum atkv. »Fjórðungsþingið skorar á Alþingi að hlutast til um að veðurtræðisstöðvum verði fjölgað í landinu og athuganirnar gerðar svo fullkomnar sem unt er«. IX. Námsskeið. í það mál kosin nefnd Árni Gíslason, Guðm. G. Kristjánsson og Steingrímur Árnason og eftirfarandi til- lögur samþyktar: 1. »Fjórðungsþingið skorar á ný á stjórn Fiskifélags íslands, að beita sér öfl- uglega fyrir þvi, að sem fyrst verði stofnaður sjómannaskóli á ísafirði, er veiti rélt til meiri fiskiskipstjóra- prófs. Á meðan ekki er stofnaður slikur skóli, lelur þingið rétt, að haldið verði áfram kenslu þeirri í sjómannafræði, sem hér hefir verið og þar af leiðandi kostnaður verði greiddur að íullu úr Fiskifélags- sjóði«. 2. Fjórðungsþingið álitur að kenslu i vélfræði verði að bæta að miklum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.