Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 18
12 ÆGIR Fjórðungsþing fiskideilda i Austfirðingafjórðungi. Ár 1920, fimludaginn 16. des. var fjórð- ungsþing fiskideilda í Austfirðingafjórðungi sett og haldið í Norðfirði. Til þingsins liafði verið boðað þann 14., en vegna óveðurs gátu fulltrúar ekki komist á þing- staðinn fyrri, Forseli fjórðungsþingsins, Ingvar Páls- son, setti þingið og gat þess, áð tilefni til að fjórðungsþing sé haldið nú, væri að fiskideildir hér austanlands væru einhuga um að fiskiþing yrði haldið í vetur, og því hefði verið óhjákvæmilegt að fjórðungs- þing væri haldið í þessum mánuði. Þessir fulltrúar voru mættir: Vilbjálmur Árnason fyrir Seyðisfjarðar- deild. Hermann Þorstcinsson fyrir Seyðisfjarð- ardeild. Sigurður Eiríksson fyrir Mjóafjarðardeild. Lúðvfk Sigurðsson fyrir Norðfjarðar- deiid. Ingvar Pálsson fyrir Norðfjarðardeild. Bjarni Sigurðsson fyrir Eskifjarðardeild. Hinn fulltrúinn gat ekki mætt. Bjarni Nikulásson fyrir Reyðarfjarðar- deild. Fulltrúar fyrir Fáskrúðsfjarðardeild gálu ekki komist vegna óveðurs. 1. fundiir [16. des'.J. Forseli selti þingið kl. IOV2 f. h. og lagði fram svohljóðandi dagskrá. 1. Steinolíumálið. 2. Fjárhagsáætlun Fiskifél. íslands 3. Fiskimat. 4. Strandferðir. 5. Samvinnumál. 6. Strandvarnir. 7. Fólksráðning. 8. Vitamál. 9. Hafnarbætur. 10. Kosning fulltrúa á fiskiþingi. 11. Kosin stjórn fjórðungsþingsins. Samþykt var að skipa tulltrúum í tvær nefndir, 4 i aðra nefndina en 3 í hina, og skifta svo málum milli þeirra nefnda. I aðra nefndina voru kosnir þeir: Vilhjálm- ur Árnason, Sig. Eiríksson, Lúðvík Sigurðs- son og Bjarni Nikulásson. í hina nefndina voru kosnir þeir: Ing- var Pálmason, Hermann Þorsteinsson og Bjarni Sigurðsson. Málunum var því næst skift milli nefn- anna þannig: Til 4ra manna nefndarinnar var visað þessum málum: Steinolíumáli, fiskimati, fólksráðningu og vitamáli. Til 3ja manna nefndar var visað þess- um málum: Fjárhagsáætlun, strandferðir, samvinnumál, strandvarnir og hafnarbætur. 2. fundur /16. desj Tekið var fyrir: 1. Steinolíumálið. Nefndin, sem hafði málið tii meðferðar, lagði fram svohljóðandi tillögu: »Með því að komið hefur í ljós á þessu ári hér austanlands að sjávarútvegurinn, sem aðallega er rekinn af vélbátum, hefur ekki borið sig, seni slafa mun að miklu leyti af hinu afarháa verði á steinolíu, skorar þvf fjórðungsþingið á stjórn Fiski- félags íslands að beita sér fyrir þvi við rfkisstjórn og alþingi að ráðið verði bót á þessu máli hið bráðasta.« Umræöur urðu miklar um málið og að síðustu var samþykt svohljóðandi tillaga frá Bjarna Sigurðssyni með breytingu frá Herm. Þorsteinssyni. Tillagan sem sam- þykt var varð því þannig: »Með þvf að komið hefir í ljós hér Austanlands að fiskiútvegur, sem aðallega er rekinn með vélbátum, hefir eigi borið sig, sem aðallega stafar af hinu afarháa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.