Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 19
ÆGIR 13 verði á steinolíu, og alt útlit er til þess að vélbátaútvegur verði að hætta, en af því leiðir aftur auðsjáanlegt verðfall fast- eigna og lausafjár á þeim stöðum hér eystra, sem byggja framtíð sína á þessum atvinnuvegi. Skorar því fjórðungsþingið á stjórn Fiskifélags íslands að beita sér fyrir því: 1. Að reynt verði að fá hagkvæm kaup á steinolíu. 2. Ef eigí tekst að fá hagkvæm kaup á steinolíu, þá taki landsstjóruin einka- sölu á henni samkvæmt lögum frá 14. nóv. 1917 og verð hennar verði eigi hærra en 100 kr. fyrir fatið til þeirra, sem nota hana til fiskiveiða. Mismun verðsins greiði ríkissjóður og taki þá fjárhæð aftur með auknum sköttum. II. Fjárhagsáœtlun Fiskijélags íslands fgrir 1922. Nefndin, sem hafði það mál til með- ferðar, lagði fram tillögur um breytingu á fjárhagsáætluninni og voru þær samþykt- ar með öllum atkvæðum. Einnig var samþykt að fela nefndinni að semja ýtarlegt nefndarálit og senda það ásamt breytingarlillögunum til stjórnar Fiskifélags íslands, sem allra fyrst. III. Fiskimat. Nefndin lagði fram svohljóðandi tillögu: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifelag íslands að htutast til um við Alþingi að fiskimatslögunum frá 1909 verði nú á þessu Alþingi breytt þannig, að þau fyrir- skipi mat á öllum söltuðum fiski í hvaða ástandi sem er, og fluttur er héðan af landi«. Eftir nokkrar umræður var lillagan sain- þykt með öllum atkv. IV. S&mvinnumál. Nefndin lagði fram þessa tillögu: »Fjórðungsþingið ályktar, að leggja beri meiri áherzlu á samvinnu milli íiskideilda fjórðungsins en gert hefir verið hingað til um þau mál, er sjávarútveginn varða innan fjórðungsins, svo sem beitukaup, kaup á salti. veiðarfærum o. fl. Telur fjórðungsþingið æskilegt, að erindreki fé- lagsins vinni að því að koma slíkri sam- vinnu á og styðji hana bæði í umburðar- brétum og ferðum sínum um fjórðunginn. Væutir félagið þess, að laun erindrekans verði hækkuð svo, að hann geti óskiftur gefið sig við starfanum meiri hluta ársins og ferðast að minsta kosti tvær ferðir um fjórðunginn. Tillaga þesei var umræðulítið samþykt í einu hljóði. 3. fundur (17. des.). Tekið var fyrir: 1. Strandferðir. Nefnd sú, er hafði mál þetta til með- ferðar, lagði fram svo hljóðandi tillögu: »Fjórðungsþingið leyflr sjer að kvarta um það, hve strandferðir í Austfirðinga- fjórðungi hafa verið ófullnægjandi og óhag- kvæmar, og skorar á stjórn Fiskifjelags íslands að beita sér fyrir því með áhrifum á ríkisstjórnina og stjórn Eimskipafélags lslands, að strandferðir komist í betra horf, þannig: 1. Að beint samband við höfuðstað lands- ins verði oftar en verið hefir, sérstak- lega haust og vor, í maí og júní og í sept., okt. og nóvember. 2. Að lagður verði svo ríflegur styrkur til fjarðabáts úr rikissjóði, er gangi frá Hornafirði til Raufarhafnar, að viðun- andi bátur fáist til þeirra ferða. 3. Að misrétti það, sem landsmenn verða fyrir utan bæjanna á farmgjöldum, verði lagað, svo að flutningar til allra góðra hafna á landinu á vörum frá

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.