Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 20
14 ÆGIR útlöndum verði hið sama, hvar setn vörurnar eru settar fyrst á land, eins og var meðan Hið sameinaða gufu- skipafél. danska annaðist flutningaua. 4. Að Eimskipafélag íslands — ef það lætur ekki skip sín sigla eftir fastri áætlun næsta ár — láti birta opinber- lega í tæka tið áætlanir um ferðir skipanna í hvert skifti, svo kunnugt verði sem víðastcr. Tillaga þessi ítarlega rædd og síðau sain- þykt með öllum atkv. II. Strandgœzla. Nefndin í því máli lagði fram svo hljóð- andi tillögu: »Fjórðungsþingið lætur þess getið, að vart verður við það, að togarar valda tals- verðum spjöllum á veiðarfærum manna á vorin, þegar vélbátar leita fisks á yztu fiskimiðum. Hið sama á sér stað seinni part sumars og á haustin, og hafa togarar þá jafnan leitað fisks innan landheigis- línunnar um undanfarin ár, sérslaklega í mánuðunum sept., okt. og nóv., til mikils tjóns fyrir allan útveg. Út af þessu skorar fjórðungsþingið á stjórn Fiskiféiags íslands að beita áhrifum sínum á ríkisstjórnina um að strandgæzla verði aukin að mun, og leyfir sér í því sambandi að benda á björgunarskipið sÞór® í Veslmannaeyjum. Enn fremur beudir fjórðungsþingið á þá hættu, sem vélbátaútveginum hér eystra er búin af yfirgangi togara á fiskimiðum út af Hornafirði í febrúar, marz apríl og maí, og skorar á stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir því, að strandgæzluskipið komi á það svæði svo oft og kostur er á, nefnda mánuði«. Tillaga þessi samþykt raeð öllum atlcv. III. Fólksráðning. Nefndin i því máli lagði fram svo hljóð- andi nefndarálit og tillögu: Nefndarálit: Nefndin lítur svo á, að mál þetta þurfi mikinn undirbúning, en að það megi ekki niður falla, heldur komast í framkvæmd. Og þar sem nefndinni er kunnugt um, að ósamræmi er mikið hér eystra á ráðninga- kjörum sjómanna og annars fólks, er vinn- ur við sjávarútgerð, en sem ætti að vera hið sama í öllum verslöðum hér austan- lands, og gjarnan á öllu landinu, þá kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, að heppileg- ast sé, að það fyrirkomulag verði tekið upp, að allir sjómenn á mótorbátum séu skrásettir, með líku fyrirkomulagi og á stærri skip, þó eftir því sem staðhættir eru að öðru leyti. Eins virðist nefndinni heppi- legast og eðlilegast, að kaup sjómanna allra sé aðeins partur af fiskiafla, en hvorki fast kaup né aðrar ívilnanir. Nefudin leyfir sér því að leggja fram ertirfarandi tillögu: »Fjórðungsþingið skorar á allar fiski- deildir fjórðungsins að taka fólksráðningar- málið til meðferðar og beita sér fyiir því, að kosnar verði nefndir af báðum aðilum, úlgerðarmönnum og sjómönnum, til að koma á samræmi og réltmæti í fólksráðn- ingu. Tillögur þær, er þessar nefndir gera í málinu, verði seudar erindreka fjórðuugs- ins eða forseta fjórðungsþingsins, sem svo vinua að samkomulagi málsins og fram- kværnd þess«. Tillagan sainþykt raeð öllum atkvæðum. IV. Vitamál. * Nefndin í því máli lagði fram svo hljóð- andi tillögu: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag ís- lands að vinna fast að því, að vitarnir á Strætishorni og Papey ásamt smávitunum við Djúpavog og vitanum á Hvanney, sem veitt var fé til bygginga á yfirstandandi fjárlögum, verði allir bygðir á næsta ári. Fjórðungsþiugið lítur svo á, að viti á Seley

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.