Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 13
ÆGIR 7 Hlutu þessir kosningu: Forseti: Ágúst Jónsson. Varaforseti: Arni Geir Þóroddsson. Skrifari: Friðrik J. Rafnar. Varaskrifari: Matth. Þórðar- son. Voru siðan kosnir 2 fulltrúar og 2 varafulltrúar til að mæta á Fiskiþingi Fiskifélags íslands til 4 ára. Þessir: Aðalmenn: Sigurjón Jónsson og Matthías Þórðarson. Varamenn: Páll Bjarnason og Árni Geir Fóroddson. Var síðan gengið til dagskrár, og hún samþykkt þannig: I. Steinolíuverzlun II. Samgöngumál III. Samvinnumál IV. Landhelgismál V. Björgunarmál VI. Lendingabætur VII. Peningamál VIII. Vitamál Síeinolhwerzlun: Með sldrskotum til þess, sem þegor hefir gjört verið i þvi máli af hálfa ríkissljórnarinnar, álílur þingið að mál það sé þegar komið á heppilegan rekspöl, en skorar jafnframt á stjórn Fiskifélags íslands að beina fram- vegis áhrifum sínum til þess að frjáls verzlun verði með steinoliu. Sawgöngumál: Svohljóðandi till. sam- þykkt: Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiski- félags íslands að beita sér fyrir þvi við þing og stjórn rikisins að nægilegar sam- göngur á sjó fáist framvegis til suður- hafnanna við Faxaflóa, eða sem svari til þess, er veitt er á fjárlögum til ferða á Faxaflóa. Ennfremnr að séð verði fyrir nægilegum styrk til samgangna við hafnir Suðurlandsundirlendisins. Samvinnumál: Fjórðungsþingið vekur athygli á og skírskotar til samþykktar er gjörð var á síðasta fjórðungsþingi í þessu máli. Landhelgismál: Um leið og fjórðungs- þingið lætur i ljósi óánægju sína yfir því hve landhelgisvörnin er ófullkomin og ónóg, skorar það á stjórn Fiskilélagsins að beila sér fyrir því að koma landhelgis- vörninni við suðurströnd landisins og Faxaflóa i sem bezt horf. Ennfremur skorar þingið á Fiskifélagið að beina því til sendiherra okkar í Kaupmannahöfn að hafa vakandi auga á hvað gjörist með stórþjóðunum um friðun fjarða og flóa, og gæta þess að ísland njóti þar sömu réttindi og önnur lönd, ef friðun verður upptekin. Samþ. i. e. ldjóði. Björgunarmál: Eftir nokkrar umræður var svohljóðandi till. samþykkt: »Fjórð- ungsþingið lýsir yfir þvi, að því finnist óviðunandi hve lítið er aðhafst frá hálfu þess opinbera til þess að tryggja líf sjó- manna og sjá þeim og bátum þeirra borgið i ofviðri, einkum á vetrum i hin- um suðlægu veiðistöðum, og væntir þess að stjórn Fiskifélagsins gjöri gangskör að þvi, að áslandið sem nú er verði bætt hið fyrsta og björgunarmálinu komið i viðunanlegt horf.« Lendingabœtur: Erindreki Eyrbekkinga tók fyrstur til máls og lýsti erfiðleikum þeim er fiskimenn þar ættu við að búa hvað snerti affermingu fiskibáta. óskaði stuðnings fjórðungsþingsins til að hrinda áfram styrkbeiðni til bryggjugjörðar á Eyrarbakka. Ennfremur töluðu fulltrúar Keflavíkur i sömu áltj hvað Keflavík snertir. Var síðan samþ. »Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiskifélagsins að beitast fyrir þvi að alþingið veitti styrk til bryggjugerðar og lendingabóta i helstu verstöðum Sunnlendingafjórðungs. Skal sérstaklega benda á Keflavík, Eyrarbakka, Stokkseyri og Akranes.« Peningamál: Eftir lítlar umræður var

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.