Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 24
Í8 ÆGIR útgerðarmanna. Peim er sjálfum mestur hagur að þvi, að varan sé vel verkuð og að sem bezt verð fáist fyrir hana — og að því marki keppir »islenzka síld- arsamlagið«. Stjórnina skipa þeir Richard Thors, P. A. ólafsson, Augúst Fljrgenring og Ásgeir Pétursson. Sjómannaheimilið í Hafnarfirði. 17. des. s. 1. kl. íi var gestaheimili Hjálpræðishersins í Hafnarfirði vigl, af foringja hersins hér á landi hr. S. Graus- lund. Var byrjað á srníði hússins í sumar snemma og er það nú fullbúið að öllu leyti, að kalla má. Hús þetla er úr sleinsteypu, 2G álnir á lengd og 14 álna breitt. Á neðslu liæð hússins í veslurenda er fnndarsalur og stórt herbergi, sem ekki hefir enn verið gengið frá að öllu leyti, en notað verður sem sveínherhergi þegar frá líður, en í austurenda eru tvö herbergi með tveimur rúmum hvort, og liefir Hjálpræðisherinn lofað að hafa þau ávalt reiðubúin handa sjúklingum þegar á þarf að halda. Á neðstu hæðinni er enn fremur þvoltakjallari og eldiviðargeymsla. Á annari hæð — aðalhæðinni — er í vesturenda aðalsamkomusalurinn og nær hann yfir þvert húsið. En i auslurenda eru að norðanverðu tvær setustofur handa gestum, borðstofa og lestrarherbergi, en að sunnanverðu eru tvö herbergi handa heim- ilisfólkinu, og eldhús. Á efstu hæðinni eru gestaherbergin, og eru t þeim rúm handa 15 manns; eru herbergin 7 alls; eru 3 þriggja manna her- bergi, tvö tveggja manna og tvö ein- býlisherbergi. Auk þeirra eru á þessari hæð sveínherbergi foringjanna, sem annast um húsið. Herbergi þessi eru öll íburðar- laus, en smekkleg og þrifleg. Allur frágangur hússins virðist vera hinn vandaðasti. Hafir það lcostað 100 þúsund krónur, auk þess sem ýmsir hafa lagt því til með ókeypis vinnu og gefnu efni og áhöldum. Virt er það því til brunabóta fyrir meiri upphæð, 120 þúsund krónur. Yfirsmiðurinn var Ásgeir Stefánsson i Hafnarfirði. I ræðunni sem kapt. Grauslund hélt við vígsluathöfnina skýrði hann frá sögu húss- ins frá byrjun. Kvað hann allmikla erfið- leika hafa verið á byggingunui, ilt að fá peninga, og í slað þess að menn liefðu vonast eflir verðlækkun á efni liefði alt sligið. Til húsbyggingarinnar hefðu safnast 23 þúsund krónur og hefði það verið alt að þriðjungi þeirrar upphæðar, sem gert hefði verið ráð fyrir að húsið myndi kosla, en nú þyrfti að safnast um 10 þús. kr. í viðbót, því venjan væri sú, að fá þriðjung koslnaðar með samskotum. Fyrir liönd bæjarins talaði Pórður læknir Edilonsson, er mætti í stað bæjarstjóra, sem var fjar- verandi. Pakkaði hann Hjálpræöishernum slarf hans þar, og árnaði hinu nýja sjó- manna- og gestaheimili góðs gengis. Enn fremur löluðu Sveinbjörn Egilson rilstjóri, Sigurgeir Gíslason og foringi hersins í Hafnarfirði, ungfrú Nielsen. Fór vigsluat- höfnin hið besta fram. Auk þess að hús þella er hernum til sóma, er það Hafnarfirði til gagns og væri vel farið ef Hafnfirðingar vildu nú verða braulryðj- endur að því, að í kirkjur þeirra og skip væru bengdir upp peningabaukar með áletrun: »Munið eftir sjómannaheimilinu«, Slíkt er altítt erlendis og getur hver og einn lagt sinn stóra eða litla skerf í bauk- ana; ætti slíkt að geta orðið hernum ein- liver slyrkur. Aðeins að á þessu væri byrjað þá er mikið unnið og slíkir bauk- ar ættu einnig að hanga á veggjum borð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.