Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 29
23 M G í H að vernda og tryggja atvinnuveginn og útvega mönnum fræðslu um ýmislegt er að honum lýtur og hann sérstaklega varðar. Þá var það að þessir 5 menn urðu ásátlir um að boða til fundar, eftir uppástungu hr. tannlæknis Brynjólfs Björnssonar, meðal þeirra, er líklegastir voru að hafa áhuga á málefnum sjávar- útvegsins og reyna að koma á fót félags- skap meðal þeirra, sem við sjóinn búa, hliðstæðan Búnaðarfélagi Islands. Hessi fundur var svo haldinn á Hotel Island þriðjudagskvöldið 7. febrúar 1911 og þar samþykt að mynda félag með því markmiði, sem áður er getið. Á fundi þessum var lcosinn fundarstjóri Hannes Hafliðason, en alþingismaður Magnús Blöndahl hóf umræður og skýrði frá, að tilgangur fundarins væri sá að stoína fiskiveiðafélag hér í bæ og að hugmynd þeirra manna, sem þetta mál hefðu haft til meðferðar væri sú, að leita styrks hjá Alþingi, svo það gæti betur náð tilgangi sínum, en hann væri sá, að sameina sem bezt alla þá, sem fiskiveiði reka hér á landi, einnig að stofnaðar væru deildir í hinum ýmsu héruðum landsins, sem störfuðu að þvi í samein- ingu, að efia sem mest flskiveiðar ís- lendinga. Frumvarp til laga var síðan lagt fram og var það að nokkru sniðið eftir lögum Búnaðarfélagsins og hliðsjón höfð af lög- um norskra, danskra, og enskra fiski- félaga. Undirbúningsnefnd félagsmyndunar- innar hafði orðið ásátt um, að nafn fé- lagsins skyldi vera: Félag til eflingar is- lenzkum fiskiveiðum, en Tryggva heitn- um Gunnarssyni þótti nafnið of langt og stakk þá prófastur Jens Pálsson heitinn upp á að kalla það Fiskifélag íslands og var það nafn samþykkt í einu hljóði næsta fund á eftir, 20. febrúar. Biskup Þórhallur Bjarnason kvað það brýna nauðsyn, að félagið hefði fasta starfsmenn, sem ferðuðust um landið og vektu áhuga manna, og gat þess, að sú aðferð hefði reynst Búnaðarfélagi íslands bezt, og skýrði séra Ólafur ólafsson frá því, að sama væri álit allra nefndar- mannanna. Beztu borgarar bæjarins sóttu þennan fund, styrktu málið og eru því hvatamenn og stofnendur Fiskifélags Is- lands, sem nú hefur starfað í 10 ár. Frá starfsemi þess þetta tímabil mun Ægir skýra næst og um árangur þeirrar starfsemi, en þess má geta hér, að ráð biskupsins sáluga Þórhallar Bjarnarson- ar er nú betur og betur að koma í Ijós, að hinn mesti styrkur félagsskaparins væri að hafa sérstakan ráðunaut, sem ferðaðist um land alt, og að sá maður væri sjómaður, það á við, annað ekki. Búnaðarfélagið mundi ekki láta sér nægja, að ráðu- nautar þess væru sjómenn og jafnkröfu- hart og það, ætti Fiskifélagið að vera. Vegna virðingar sinnar og þess styrks sem það nýtur, yrði sá ráðunautur, sem það sendir út frá sér til framandi deilda að geta leiðbeint i stóru sem smáu i öllu því er að sjó lýtur, flytja með sér á ferðum sínum þau plögg, er nauðsynleg eru í slíkar ferðir og að hverri ferð lok- inni gera grein fyrir sínum gerðum. Þá minkuðu að öllum líkindum ákúrur um að eklcert væri starfað. Deildir eiga ekki að segja við erind- reka félagsins, er hann kemur í veiði- stöðvar: Hvað vilt þú, hvað er þér á höndum? Heldur segir erindrekinn við deildir: Hór er eg kominn, hver eru ykkar málefni og hverjar óskir, það er eg, sem á að kynna stjórninni, er Fiski- þingið hefir kosið, málefni ykkar, svo að hún hafi eitthvað til grundvallar, verði eitthvað að hjá ykkur og hún verður að tala ykkar máli. Erindrekinn kæmi ekki

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.