Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 11
ÆGIR Ieyti. En mótorbátar, bæði þeir ergengu frá Sandgerði og úr Keflavíkurhrepp öfluðu vel á lóðir frá janúar-byrjun til júliloka, þó stirð verðátta hindraði mjög tilfinnanlega. Fiskverð var þelta ár mjög mismunandi og óbætt má telja, að út- koman verði einhver sú rirasta er verið hefir nú hin síðastliðnu 8—10 ár, og stafar það eingöngu af oflágu verði afl- ans, móti því er brúka þarf til að ná i afla og koma honum fram til sölu. Utlit i hönd farandi árs er alt annað en glæsilegt, frá í fyrra hafa veiðarfæri og olía stígið alt að 20°/o, en hætta á að afurðir falli, enda hugsa ekki aðrir til útgerðar en þeir, sem neyddir eru til þess vegna lifsstöðu sinnar. Ofan á þetta bætist hið stóra böl er sérstaklega snertir opnu bátana, yfirgang- ur botnvörpunga. Þó mótorbátar kenni hka á þvi á úthafinu með veiðafæratap,. þá er það ekki eins tilfinnanlegt og hjá °pnu bátunum, því þeir eru að eyði- *e88jast með öllu, og sjái landsstjórnin ekki skyldu sina að vernda þá betur en enn á sér stað, má telja þá úr sögunni, °g er þá meira mist enn margan grun- ar. Þessi nýu sektarlög eru engin trygg- lng. En gott varðskip með duglegum og óhikandi skipstjóra, er það eina sem trygging er i. Á yfirferðum mínum hefi eg haldið Þj fundi. Yíðast hafa verið sameiginleg ^oál þessi: Landhelgisvörnin, vitamál (í Sandgerði), björgunarskip, samvinnumál, samgöngur á sjó i sunnanverðum Faxa- flóa. Landhelgismálið hefir oft verið rælt sem von er, og með sjálfstæði landsins yex sú krafa til landsstjórnarinnar, að hún leggi óhikað fram fé til landhelgis- Varna, þvi sjálfstæð þjóð, ósjálfstæð að Vernda atvinnu þegna sinna, á ekki langt né fagurt lif fyrir höndum. Sem dæmi 5 hvaða tjón hefir stafað af botnvörpung- um, skal benda á Gerðahrepp; frá 1900 —1919 hafa gengið þar á vertiðum 30— 40 skip, flest áttæringar auk báta. Nú á komandi vertíð ganga þaðan ekki fleiri en 3 skip og eitthvað af smábátum, og þetta stafar af þvi að menn hvorki geta keypt hin dýru veiðarfæri, vitandi að þau séu tekin af þeim jafnharðan og þau eru lögð, og þeim er þekkja hina gull- auðgu námu Garðsjóinn, munofbjóðaað sjá hana afhenta útlendum og innlend- um lögbrjótum. Um þetta þarf þing og stjórn að hugsa. Björgunarskip. Um það mál ætti ekki að þurfa að tjölyrða, sú þörf er svo auðsjáanleg, enda var það einróma álit í öilum deildum Fiskifélagsins að bót þyrfti á þvi að ráða, og var skorað á sljórn fiskifélagsins að beita sér fyrir það mál. Steinolíumálið. Það mál nær til allra hér á landi, þó það komi harðast niður á mótorbáta-útgerðinni, og það svo til- finnanlega að auðsætt er að hún legst niður, ef ekki er ráðin bót á því fljótt. Áskoranir koma úr öllum landsfjórðung- um til stjórnar Fiskifélagsins og hún hefir gert alt sem í hennar valdi stóð en árang- urinn hefir til þessa því miður, enginn verið. Samt dugir ekki að hætta, allir verða að leggjast á eitt, og hætta ekki fyr en öll einokunarbönd eru slitin. Samvinnumál. Það liggur beint fyrir, að samvinna meðal sjómanna er nauð- synleg sérslaklega hinna smærri útgerð- ar og hluthafa af sjómannastéltinni, og ætti samvinnan að ná yfir veiðarfæri, salt, o. fl., og svo sölu sjávarafurða. En þetta mál þarl' fyrirhyggju og ráðdeild, og þar af leiðandi hafa flestar deildirnar skorað á stjórn Fiskifélagsins, að hlynna að þvi máli. Síðastliðið ár hefi eg útvegað hjá heildsölum veiðarfæri fyrir 78,000 kr.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.