Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 28
22 ÆGIR að svo stæði. Var þá skolið á fundi í deildinni og enn á ný kosin 5 manna nefnd. Hún skrifaði stjórn Fiskifélags ís> lands um hvernig komið væri með fram- kvæmd loforðsins, og bað stjórnina að hefjast handa og reyna að fá verkið þegar unnið. Nefndin skrifaði líka vitamála- stjórn ríkisins, og lofaði vitamálasljóri sinni aðstoð um það, sem ekki kæmi til útgjalda af ríkisfé, enda var að svo komnu máli ekki farið þess á leit. Nefndin fór á fund Iiaraldar Böðvarssonar, sem kvað framkvæmdaleysið ekki vera sína sök, og það skyldi ekki standa á sinum parti, en kvað þeita vera orðið of seinl, vegna veðráttu. Nefndin fór einnig á fund Lofts Loftssonar. Hann var hinn bezti heitn að sækja, en sagði að drátturinn stafaði af steinlimsskorti; og það var víst satt, að síðari hluta sumarsins var víst ekki gott að fá þá vöru, en sú viðbára hefir að likindum verið gripin sem hvert annað örþrifaráð, þegar í óefni var komið. Eða eg fæ ekki skilið að loforðið um jafn- þýðingarmikið verk þyrfti endilega að verða meira en 9 mánaða gamalt, þegar hugsað væri til framkvæmda á þvi. Og það er víst, að sleinlim var fáanlegt i júli og ágúst, og jafnvel síðar. Nú þóttist hann vilja drífa þetta i gegn, ef hann fengi efnið einhversstaðar. Nefndin fór til vitamálastjórans, og kvaðst hann vilja lána 10—15 tunnur af steinlimi, og var með þvi afráðið að hefja verkið þegar, og talið víst, að ef þetla efni dygði ekki, þá mundi viðbótin fásl einhversstaðar. Svo leið nóvember. f*á fréttist að enn væri ekki verkið hafið, og um það leyti átti eg tal við Harald, og kom þá í ljós, að þeir höfðu gleymt að ná i möl og sand, og lítt framkvæmanlegt að það væri flutt sjóveg, og þá i desember sjór farinn að verða úfinn, dagur stuttur og frosta von á hverri stundu. Þessar við- bárur voru ekki ósannar, en af hverju það var dregið svona lengi, skilur vist enginn nema Haraldur og Loftur, því óhugsandi er það, að þeir hafi ætlað sér að leiða sjómennina, sem leila sér atvinnu og efla sinn og þeirra hag í Sandgerði, og Fiskifélagsstjórnina af með fögrum loforð- um einum saman, og lála sér nægja það, að þeir gætu altaf tekið vitagjaldið úr eigin hendi og reiknað hæð þess eftir þörfum. En það er líka óhugsandi, að þeim hér eftir takist að telja nokkrum trú um það, að þeir geri það, sem þeir lofa að gera eftir beiðni sjómanna, og þeim er lil verndar og bjargar í brimi, liafróti og náttmyrkri. í janúar 1921. Svbj, Oddsson, Fiskifélag Islands 10 ára 7. febrúar 1911—7. febrúar 1921. Stjórn Sjálfsslæðisflokksins skipuðu vel- urinn 1910—11 þeir dr. Jón Þorkelsson, séra Ólafur Ólafsson, Brynjólfur Björns- son tannlæknir, Þorleifur Jónsson póst- meistari og Árni Jóhannsson bankaritari. Þessir 5 menn héldu stjórnarfundi reglu- lega einu sinni á viku allan veturinn á skrifstofu, sem Sjálfstæðisfélagið leigði á Hotel ísland. Á þessum fundum sinum skeggræddu þeir um landsins gagn og nauðsynjar og meðal margs annars, setn bar á góma, áttu þeir tal um það, hve lítið væri gert til þess að greiða götu sjávarútvegsins, og fuudu glögt þörfina á þvi að auka og efla samlieldni og samtök meðal þeirra, sem af þeirri at- vinnu lifa og að meira væri gert til þess

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.