Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 30
24 Æ6ÍR scm verslunarspekúlant í veiðistöðvarn- ar, því það er ekkert að spekúlera með, Hann kæmi sem ráðunautur fiskimanna. Flestir þeirra, sem stofnuðu félagið, eru á lifi enn, þeir kannast við lilgang þess, og lögin skýra hann. Alþingi heíir veitt styrk félagi, sem landmenn stofnuðu fyrir sjómenn; að lögum þess sé fylgt er slcilyrði fyrir þeim styrk, og starf Fiski- félagsins er all of víðtækt og það á of mörg verkefni fyrir höndum á kom- andi líð, lil þess að samvinna sljórnar þess við deildir landsins rýrist vegna misskilnings á ætlunarverkinu. Nýjar reglur og lög um út- flutning á saltfiski frá Newfoundland. Ekkert land framleiðir eins mikið af saltfiski og Newfoundland og hvergi er út- ílutningur á fiski jafnmikill og þar. Ný- lega hafa þar verið selt lög um meðferð á fiski, frá því hann er dreginn á skip, þangað til lionum seni útflutningsvöru er komið á skip. Allar þær setlu reglur eiga að miða að því, að fá fastan mælikvarða fyrir prima vörn og þá bezlu verkun á fiski, sem frelc- ast er unt. Til þess að koma lögum þessum í fram- kvæmd, skipar landssljórinn 5 manna nefnd, sem auka má svo, að í henni eigi sæli 11 menn. Atvinnumálaráðherr- ann (siglinga og fiskiveiða) er formaður nefndarinnar. Starf nefndarinnar er að undirbúa og gefa út reglur lil umbóta á meðferð og verkun á sallfiski, er boðinn er til sölu og flytja á til annara landa. Umbót á flokknn (»vrögun«) bæði til útflutnings og nolkunar í landinu sjálfu og öllum frá- gangi á fiskinum í slcipi, bæði lausum og í pökkum. Fast mál fyrir hinar ýmsu tegundir og stærðir verður ákveðið og mismunur á verði hverrar fisktegundar ákveðinn. Iiegningu fyrir brot gegn setturn reglurn ákveður nefndin. Alt, sem hún ákvarð- ar, er lagt fyrir landsstjórann; fallist hann á og undirskrifi reglurnar, eru þær opin- berlega birtar, og 15 dögum eflir birling- una eru þær orðnar lög, sem allir eiga að breyta eftir. Aðalkröfur lil þess að bæta úr verkun eru þessar: 1° Hreinir bátar, bryggjur eða fjörur og flatningsborð. 2° Vel flattur fislcur. 3° Að fiskur sé vel þveginn eftir að liann er flattur, og að hvorki loði við hann blóð, Jifur eða önnur óhreinindi. 4° Hreinir fiskreitar. 5° Góð og nákvæm söltun. 6° Að fiskur sé vel þveginn, er hann er lekinn úr stafla. 7° Að fisknrinn sé blóðgaður þegar hann lcemur úr sjónum, sé þess nokkur kostur. Fiskurinn er manna fæða, og það verð- ur hver og einn, sem með hann fer að hafa hugfast, frá því hann er dreginn þangað til hann er borinn á borð þess, sem neytir hans. Ný bók. Hið mikla verk skólasljóra Páls Hall- dórssonar, kenslubók í stýrimannafræði, er nú fullprentuð og komin á markaðinn. Ritstjóri Sveiultjörn Egilson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.