Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 23
Æ G IR 17 ferðin sé bezt á honura, en það komi af þvi, að Sunnmæringar hafi lært af ís- lendingum. Og það komi jafnvel fyrir, að Spánverjar segi það vera islenzkan fisk. Það er auðséð á þessum ummælum konsúlsins norska, að hann er hræddur um, að islenzki flskurinn reynist Norð- mönnum erfiður keppinautur. En því meiri áslæða ælti það að vera fyrir ís- lenzku fiskiframleiðendurna, að leggja kapp á að vanda fiskinn, svo islenzki fiskurinn hefði allaf bezta möguleika til að seljast fyrir bezt verð. (Morgunbl.). * Islenzka síldarsamlagið. Sncmma á þessu ári mynduðu útgerð- armenn hér í bæ með sér félagsskap til þess að koma betra skipulagi á síldveið- ina og sölu þeirrar síldar, er aflaðist hér við land af íslendingum. Var það samlag stofnað 16. febr. og gengu í það allir síldarútgerðarmenn, er fundinn sóttu. þetta samlag hafði þó af ýmsum á- stæðum eigi tök á því að koma neinu verulegu í framkvæmd í sumar sem leið, enda var eigi beint lil þess ætlast. Nefnd var kosin til að undirbúa málið ræki- lega til næsta árs og koma félagsskapn- um í fastar skorður.. A fundi síldarútgerðarmanna 14. des. 1620, þar sem mættir voru 24 sildarút- gerðarmenn úr Reykjavík og grend og fulltrúi fyrir alla sildarútgerðarmenn á ísafirði, var samþykt með öllum greidd- um atkvæðum að stofna eitt allsherjar sildarfélag fyrir landið. Var félagið nefnt »íslenzka síldarsamlagið«. Lögin eru þau sömu, sem samþykt voru á stofnfundi hins fyrra samlogs, þó með ýmsum bráða- birgðaákvæöum og þeim viðauka, að þau skuli »endurskoðast límanlega á næsla vori«. t*að yrði of langt mál hér að gela nánar hinna ýmsu ákvæða laganna, en tilgangur félagsins, eins og frá honum er skýrl í 2. gr. laganna, er, að tryggja síldveiðar íslendinga og efla þær, að annast umbætur á verkun og frágangi útflulningssíldar, benda á heppilegri vinnu og verkunaraðferðir, að annast sölu á síld samlagsmanna, að kynnast sem bezt markaði í ýmsum löndum og gera hann víðtækari, að bæta verð síldarinnar o. s. frv. Svo sem séð verður, er þetta ærið starf, sem fyrir félaginu liggur. — I5að blandast engum, er um þelta mál hugsar, hugur um það, að stofnun slíks félagsskapar, er hér ræðir um, er hinn allra þarfasti. Rað er sannarlega mál til þess komið að íslendingar læri af þeirri reynsln, er þeír hafa fengið í verkun og sölu á sild siðuslu árin. Því miður hefir reynslan orðið útgerðar- mönnum mjög dýrkeypt. En þeir mega í sumum tilfellum sjálfum sér um kenna. Það hefir verið ósamræmi í meira lagi í síldarútveginum. Hver hefir pukrað í sínu horni, ertirlit með verkun síldarinn- ar og með tunnunum hefir verið mjög ábólavant, en árangurinn orðið sá, að síldin hefir ekki selst þvi verði, sem bú- asl hefði inátt við. Með stofnun þessa félagsskapar kemst á samræmi milli afla og eftirspurnar og getur þvi orðið til þess, að hækka mjög verðið og með því tryggja þann atvinnu- veg vorn, sem vissulega á fýrir sér blóm- lega framtið ef vel er að farið. Síldarút- vegurinn á að geta orðið landsmönnum mjög arðvænlegur, ef réttilega er að far- ið, en hann verður það aldrei nema með almennum samtökum allra síldar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.