Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1921, Blaðsíða 9
ÆGIR 3 skipa á vertíð, gefið upp í stykkjum og þóttist eg nú maður með mönnum, en — sama dag og Ægir kom út, mætti eg skip- stjóra sem sagði mér, að aflaskýrslan væri hringlandi vitlaus og sagði á götunni upp Ægi, vildi ekki framar sjá blað sem fram- bæri slíkt fyrir almenning. Svo fór um skýrslu þá. Síðan farið var að reikna afl- ann svo, að skipið hefði svo og svo marg- ar tunnur lifrar eftir túrinn, hef eg ekki álitið það neina skýrslu, því 1 tunna af fifur (180 lítrar) getur nákvæmlega komið úr 1 tonni af fiski, en það er að öllu jöfnu ónákvæmur mælikvarði. Þótt Ægir gæti birt nákvæma aflaskýrslu hotnvörpuskipa, bæði ísfisk og saltfisks- aflann, þá er það lítið að byggja á, þegar útgerðarkostnaður og annað er óþekt, en Þó væri það alment álitið, að alt væri i besta lagi, birti Ægir bruttó tekjurnar. Þessar eru ástæður fyrir því hve Ægir er fáorður um afla og markaðsskýrslur. Eg hefi tekið það svo, að hann mætti ekki bera á borð fyrir fiskimenn annað en það sem sannanlegt og rétt er og held- kosið að þegja en birta það verð á hski, sem að vísu má fá úr útlendum hskiritum, en sem þó er litið að byggja á fyrir almenning hér. Yfirlit yfir liðið ár hefir að öllu jöfnu Verið lítilfjörlegt í Ægi. Eg er þar háður enndrekum félagsins, því að á þeirra skýrslum byggist það yfirlit og þegar þær ern ekki fyrir hendi um áramót, þá birti eg ekkert yfirlit yfir árið. er á skrifstofunni, kem ekkert út Ur bænum og hef orðið var við, að það sem eg frétti úr ýmsum áttum er það óná- vaemt, að eg vil ekki birta slikar lausa- egnir f ritinu, því að mönnum úr sama leraöi ber aldrei saman er þeir segja róttir. Þegar yfirlit yfir árið er birt, þá er a al mergur málsins, hvernig ástæður ^anna í hinum ýmsu hlutum landsins séu, eftir að afla er komið í peninga. Slíkar skýrslur mundu benda á svo margt og verða þeim styrkur, sem vinna að mál- um sjómannastéttarinnar og gera ýmislegt léttara viðfangs, þar sem vaðall út í loftið um, að svo og svo mikið hafi aflast hér en svo og svo lítið þar, segir ekkert og ekkert verður bygt á. í febrúarblaði Ægis í fyrra ritaði eg grein um þörfina á nákvæmum aflaskýrsl- um fyrir alt land, svo að kunnugt væri hverjar fiskbyrgðir landsins væru á bvaða tíma árs sem væri, því það mundi hér jafnt og annarstaðar geta hafl afarmikla þýðingu, bæði gagnvart peningastofnunum og fleiru. En er slíkt lesið? Enginn heíir stutt það mál, svo mikið er víst. Allir sem ókunnir eru, verða að álykta það, að störf mín sem ritstjóri sé leikur einn, þar eð deildir félagsins eru dreifðar út um land alt, 4 erindrekar á landinu, sem starfa í þarfir fiskimanna; og sú álykt- un er rétt. Rilstjórnin við »Ægir« ætti síst að vera örðugri en annara tímarila, sem full eru af ritgerðum eftir hina og aðra góða mcnn, sem finna hjá sér vilja og getu til að slyðja ýms mál, menta landslýð og margt annað. Eg hefi marg- skorað á menn að senda ritgeröir sem í Ægi yrðu að vera eilthvað um siglingar eða sjávarútveg, en þær verða ekki margar sem finna má þar, og eg held vart ein einasta, sem stutt hefir nokkuð mál er gæti orðið til þrifa. — Þannig eru mínar ástæður. Aðrir ritstjórar tímarita fá nógar ritgerðir aðsendar í rit sín, en eg sem á að hafa ritstjórn tímarits íslenzkra fiski- manna á hendi er skilinn eftir einn á þilfarinu og verð vegna skorts á nauðsyn- legum upplýsingum, sem eg get reitt mig á, að fylla ritið með ritgerðum eftir sjálfan mig, sem eg er kominn að raun um, að hvergi hrífa, þótt þær kunni að vera lesnar, sem eg auk þess hefi enga sönnun fyrir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.