Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1925, Síða 16

Ægir - 01.01.1925, Síða 16
s ÆGIR »Fiskiíélagsd. »Báran« í Keflavík, telur landhelgisvarnirnar hér í Faxa- flóa með öllu ónógar, og skorar því hér með á stjórn Fiskifél. íslands, að beita sér fyrir því við þing og stjórn, að stærra og fullkomnara skip, en nú er, sé látið annast strand- varnirnar, þar sem bátaútgerð hér er í veði, af yfirgangi togara, ef ekki er hafist handa nú þegar«. 2. Símalína til Reykjaness. Eftir allmiklar umræður var samþ. svohlj. tillaga: »Fiskifélagsd. »Báran« í Keflavík telur það mjög nauðsynlegt og þýð- ingarmikið fyrir örj'ggi bátaútvegs- ins, að símalína sé lögð að Reykja- nesi«. 3. Gengisskráning. Forseti skýrði frá störfum og tilgangi gengisskráningar- nefndarinnar, og í sambandi við það, skýrslusöfnun um inn- og útflutning. Að lokum var samþ. að fela stjórn Fiskifél. Islands, að fylgja því fast fram við þing og stjórn, að áfram sé haldið skýrslusöfun um inn- og útflutning svo og gengisskráningu. 4. Um fiskirannsóknir. Um það mál urðu litlar umræður. Forseti Kristj. Bergsson beindi þvi til deildarinnar, að vegna fiskirannsókna næstu ár, yrðu deildirnar að athuga hvort ekki væri eitthvað, sem þær vildu fá rannsakað, og gætu þær þá snúið sér til Fiskifél. íslands, er kæmi slíkum beiðnum til rannsóknarskips- ins »Dana«, er hefir þær rannsóknir með höndum. 5. Steinolíumálið. Allmiklar umræður urðu um það mál, en engin ákvörð- un tekin. Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið. Árni G. Póroddson. Jóhann Ingvason. (ritari). Nokkrar athugasemdir um sjóstys og bjargráð. Eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. (Grein þessi er hér birt samkvæmt ósk höfundarins, þótt »Ægir« sé henni ekki samdóma i ýmsum atriðum. Ritstjórinn). Þegar einhver veiki gýs upp, hvort heldur er í kauptúni eða uppi í sveit, þá er venjulega gerð rösk gangskör að því þegar í stað, að komast að því, hvaða sýld sé um að ræða, og þar næst gerðar öflugar ráðstafanir til þess að útrýma veikiuni. Jafnvel þótt um væga sýki eins og mislinga og skarlatssótt sé að ræða, þá er — eða hefir verið til skamms tíma — einskis látið ófreistað til þess að koma í veg fyrir smitun. Bæir og hús eru einangruð, og fólkið leggur á sig af fúsum vilja margvislegar kvaðir i því skyni, að firra sjálfa sig og aðra sjúk- leikanum. Tugum og jafnvel hundruðum þús- unda króna er árlega varið lil útrýming- ar einni veiki — berklaveikinni — og telja allir sjálfsagt. Stór sjúkrahús eru reist hvarvetna um land með ærnum kostnaði og mikilli fyrirhöfn — að ó- gleymdu þvi fé, er fer til læknaskipun- arinnar (lælcna og læknakenslu m. m.). — Alt þetta gengur til þess að freista að lækna sjúka menn, eða koma í veg fyrir að heilbrigðir menn sýkist. Margt af því fólki, sem svona miklu er kostað til, er fullkominn vonarpeningur, sumpart fyrir aldurssakir og sumpart vegna óviðráðan- legs sjúkdóms. En ávalt er lagt jafn- mikið i sölurnar til þess að verjast þeirri skuld, sem allir eiga að lokum að ljúka. En meðan þessu fer fram, farast að meðaltali af slysförum milli 80 og 90

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.