Skinfaxi - 01.05.2009, Qupperneq 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Akureyri
Frábærar aðstæður
„Undirbúningur fyrir Landsmótið hefur
gengið í meginatriðum mjög vel og er á
áætlun. Fjármögnun öll gekk sömuleiðis
með ágætum þrátt fyrir árferðið sem við
búum við í þjóðfélaginu í dag. Eins og
flestir hafa séð hafa staðið yfir geysilega
miklar framkvæmdir í byggingu stúku og
frjálsíþróttavallar. Þegar öllu verður lokið
verða aðstæður hér fyrir norðan frábærar
og allt umhverfið í kring glæsilegt á allan
máta,“ sagði Sigurður H. Kristjánsson, for-
maður Ungmennasambands Eyjafjarðar,
UMSE, í samtali við Skinfaxa.
Stökk inn í nýja tíma
Sigurður sagði um hreina byltingu að
ræða þegar horft væri til aðstöðunnar
sem væri verið að byggja upp.
„Þetta er mikil lyftistöng sem á eftir
að verða öllu íþróttalífi hér á Akureyri
til framdráttar. Við vorum búin að bíða
lengi eftir því að þessi aðstaða yrði að
veruleika og það er stórkostlegt að sjá
hana verða til. Fyrir íþróttafólkið er þetta
stökk inn í nýja tíma. Við höfum átt gott
samstarf við UFA í frjálsum íþróttum og
keppt saman á meistaramótum og ég
held að þessi uppbygging eigi bara eftir
að efla það samstarf. Ég yrði ekki hissa á
því þótt áhugi á frjálsum íþróttum ætti
eftir að aukast en reyndar hafa frjálsar
íþróttir verið í afar mikilli sókn hér fyrir
Uppbyggingin mikil lyftistöng
fyrir íþróttalífið á Akureyri
Sigurður H. Krist jánsson, formaður UMSE:
norðan á síðustu árum. Það hafa verið að
koma fram gríðarlega sterkir íþrótta-
menn, ungir krakkar sem eiga mikla
framtíð fyrir sér. Nýja aðstaðan á eftir að
verða mikil hvatning fyrir ungviðið hér á
Akureyri,“ sagði Sigurður.
Við reiknum með
miklum fjölda fólks
– Ertu ekki bjartsýnn á gott Landsmót?
„Landsmótið hefur alla burði til þess.
Við reiknum með miklum fjölda fólks
hingað norður í tengslum við mótið.
Ástandið er þannig í þjóðfélaginu að fólk
mun fara lítið utan í sumar og verður þess
í stað meira á ferðinni innanlands. Það
mun því sækja viðburði sem í boði verða
og ég er viss um að Landsmótið verður
ofarlega í huga fólks. Það er alveg ljóst
að fjölskyldan getur átt hér frábæra daga
saman.“
Fjölbreytt dagskrá
Sigurður sagði dagskrána mjög fjöl-
breytta. Allir ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi og alveg kjörið fyrir fólk að
skella sér til Akureyrar og njóta þess sem
í boði verður landsmótsdagana. Hann
sagði að mótshaldarar hefðu átt gott
samstarf við Akureyrarbæ við að gera
mótið sem veglegast. Hann sagði að
búið væri að tvöfalda tjaldsvæðið og að
þar yrði öll aðstaða til fyrirmyndar.
Hugur í öllum
„Það er gríðarlegur hugur í öllum sem
koma að undirbúningi mótsins. Það er
mikil tilhlökkun meðal allra og ég viss að
keppendur og gestir eiga eftir að eiga
hér góða daga saman,“ sagði Sigurður.
Sigurður H. Kristjánsson,
formaður UMSE.
Starfsfólk
Landsmótsins
á Akureyri
Efri röð frá vinstri:
Ómar Bragi Stefánsson
framkvæmdastjóri og
Óskar Þór Halldórsson
verkefnastjóri.
Neðri röð frá vinstri:
Sonja Gústavsdóttir og
Hans Jakob Pálsson.