Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2009, Page 31

Skinfaxi - 01.05.2009, Page 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Mælifellshnjúkur, en jarðhiti víða. Þó eru nokkur hraun við norðurjaðar Hofs- jökuls. Mestur jarðhiti er á Reykjum og Steinsstöðum í Tungusveit og hjá Varmahlíð (Reykjarhóli) í Seyluhreppi. Gróður er víða mikill, grösugar star- engjar, mýrar og graslendi en kvist- lendi lítið og skógar ekki nema lítils háttar í Hrolleifsdal í Fellshreppi. Gróið land er 1013 km2. Veðursæld er í Skaga- firði. Lax og silungur er víða í ám og vötnum. Fugla- og eggjatekja er í Drangey og Þórðarhöfða. Skagafjarð- arsýsla er um 5.230 km2. Sveitarfélög í Skagafjarðarsýslu voru 12 árið 1998 þegar kosið var um sameiningu í þeim öllum nema í Akra- hreppi. Sameining var samþykkt í öll- um 11 sveitarfélögunum og þeir hrepp- ar sem þá sameinuðust voru Sauðár- króksbær, Fljótahreppur, Hofshreppur, Hólahreppur, Viðvíkurhreppur, Rípur- hreppur, Skefilsstaðahreppur, Skarðs- hreppur, Staðarhreppur, Seyluhrepp- ur og Lýtingsstaðahreppur. Sauðárkrókur Á Sauðárkróki búa um 2600 manns. Þar er fjölbreytt þjónusta; gisting, veit- ingar, verslanir, sýningar, söfn, tjald- svæði, skemmtistaðir, sundlaug, sjúkrahús, verkstæði o.fl. Nýr og glæsi- legur íþróttaleikvangur er í miðjum bænum, sunnan við sundlaugina, þar sem einnig er strandblakvöllur. Í Minjahúsinu við Aðalgötu eru m.a. til sýnis fjögur lítil verkstæði í anda liðinna tíma. Brekkurnar ofan við bæinn eru fornir sjávarkambar, Nafir. Á Nöfum er útsýnisskífa og gott útsýni yfir gamla bæinn, sveitirnar í kring og út á fjörðinn. Uppi á Nöfum eru frí- stundabændur með aðstöðu sína og á vorin er hægt að fylgjast þar með lömbum og folöldum innan girðing- ar. Golfvöllur og aðstaða Golfklúbbs Sauðárkróks eru einnig uppi á Nöfum. Bærinn dregur nafn sitt af Sauðá og í Sauðárgili er Litli-Skógur. Þar eru göngustígar og góð aðstaða til útiveru. Verslun Haraldar Júlíussonar í Aðalgötunni hefur starfað óslitið frá árinu 1919, en þar er hægt að upplifa gömlu búðarstemninguna eins og hún var á síðustu öld. Austan við Krókinn er Borgarsand- ur, tæplega fjögurra kílómetra löng, svört sandfjara, þar sem gaman er að byggja sandkastala, fara í gönguferð- ir eða leika við börnin. Litlu sunnar, við Áshildarholtsvatn, er fjölskrúðugt fuglalíf og upplýsingaskilti um fugla. Frá Króknum er aðeins um hálftíma akstur í Varmahlíð, Hóla, Hofsós eða Grettislaug og fyrir vetrargesti tekur aðeins um 15 mínútur að komast á frábært skíðasvæði í Tindastóli. Söfn Óvíða er sýninga- og safnastarf með jafnmiklum blóma og í Skagafirði, þar sem menningararfurinn er bæði ríkulegur og sögustaðir fjölmargir. Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir sýningum, varðveislu og rann- sóknum, en það hefur í meira en hálfa öld sýnt í Glaumbæ hvernig mannlíf var fyrrum í torfbæjum. Auk þessa eru fjölmargir aðrir staðir og sýningar sem áhugavert er að heimsækja, t.d. Vesturfarasetrið í Hofsósi, Víðimýrar- kirkja við Varmahlíð, Minjahúsið á Sauðárkróki, Samgönguminjasafn Skagafjarðar og Hólar í Hjaltadal. Hvítabjörninn Hvítabjörninn (karldýrið), sem veginn var á Þverárfjalli 3. júní 2008, er til sýnis á Náttúrustofu Norðurlands vestra, Aðalgötu 2 á Sauðárkróki. Öll- um er velkomið að koma og skoða björninn alla virka daga kl. 8:00–17:00. Hafa þarf samband ef um annan tíma er að ræða.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.