Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.2009, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.11.2009, Qupperneq 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 100 ára Kveðja frá mennta– og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur: Ungmennafélagshreyfingin kann að meta metnaðarfulla útgáfu Frá því segir í Gylfaginningu að sonur Nætur hafi verið Dagur. Alfaðir hafi gefið þeim mæðginum tvo hesta og tvær kerrur „og setti þau upp á himin, að þau skulu ríða á hverjum tveim dægrum umhverfis jörðina. Ríður Nótt fyrri þeim hesti er kall- aður er Hrímfaxi, og að morgni hverjum döggvir hann jörðina með méldropum sínum. Sá hestur er Dagur á heitir Skinfaxi og lýsir allt loft og jörðina af faxi hans.“ Það er vel viðeigandi að málgagn Ung- mennafélags Íslands í 100 ár beri heiti þessa hests sem lýsir allt loft og jörð. Í rúma eina öld hefur ungmennafélags- hreyfingin haft mikil áhrif á sögu Íslands. UMFÍ var stofnað á árum mikils umróts og breytinga í íslensku samfélagi. Mikil félagsmálavakning var í landinu á þess- um árum og áhugi á þessum nýju sam- tökum mikill, þau báru ferskan blæ inn í samfélagið. UMFÍ stóð fyrir málfundum þar sem ungir og aldnir tjáðu sig um þau mál er efst voru á baugi. Strax varð mikil þátttaka í starfi samtakanna. UMFÍ lét sig þjóðfélagsmál varða. Sam- tökin hvöttu til þess að byggðar væru sundlaugar og samkomuhús, fylltu síðan þær byggingar lífi og fjöri sem náði langt út fyrir eiginlegar íþróttir því ungmenna- félögin voru einnig menningar- og þjóð- málafélög. Fyrir samtök, sem sinna jafn fjölbreyttu starfi og UMFÍ, er nauðsyn að eiga sér öflugt málgagn. Skinfaxi, tímarit UMFÍ, hóf göngu sína árið 1909 og hefur komið út óslitið síðan. Það er ánægjulegt að á tímum mikilla framfara í hvers konar rafrænni upplýs- ingamiðlun skuli Skinfaxi hafa staðið af sér alla storma sem farið hafa um sam- félagið. Það ber vott um að vel sé staðið að verki og að félagar Ungmennafélags- hreyfingarinnar kunni að meta þessa metnaðarfullu útgáfu. Ég vil þakka UMFÍ fyrir glæsilegt starf í þágu barna og ungmenna á þessu ári og Skinfaxa óska ég til hamingju með eitt hundrað ára útgáfuafmæli. „Tímarit á borð við Skinfaxa er nauð- synlegt hreyfingunni. Blaðið hefur ákveð- ið útbreiðslugildi og segir vel frá starfinu sem þar er innt af hendi. Blaðið sem slíkt er fínt að mínu mati,“ sagði Sigurbjörn Árni Arngrímsson, dósent við Íþrótta- fræðasetur Háskóla Íslands að Laugar- vatni. Sigurbjörn þarf vart að kynna, hann er ungmennafélagi frá blautu barnsbeini og hefur getið sér gott orð á hlaupabraut- inni og ekki síst fyrir líflegar lýsingar frá frjálsíþróttamótum í ríkissjónvarpinu. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, dósent og frjálsíþróttamaður: Blaðið hefur ákveðið útbreiðslugildi Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Sigurbjörn Árni hefur keppt undir merkjum HSÞ síðan 2006 en hann er fæddur og uppalinn í félaginu. Á árunum 1997–2001 fyrir HSK og frá 2002 til 2005 fyrir UMSS. Sigurbjörn Árni sagði ekki mörg 100 ára gömul blöð á Íslandi. Hann sagði það aðeins segja eitt, að vel hafi verið staðið að hlutunum við útgáfuna og hreyfingin lagt áherslu á að koma blaðinu út. „Það er talvert þrekvirki að hafa haldið blaðinu úti í allan þennan tíma. Það hef- ur verið metnaður hreyfingarinnar að hlúa að útgáfunni og má segja að henni hafi tekist vel til í þeim efnum. Ég hef lesið Skinfaxa í mörg ár og þar get ég fylgst með því hvað er að gerast í hreyf- ingunni á hverjum tíma. Ég óska blaðinu velfarnaðar um ókomin ár sem og ung- mennafélagshreyfingunni allri. Ég vil veg Skinfaxa sem mestan,“ sagði Sigurbjörn Árni Arngrímsson í spjalli við Skinfaxa. Kristján Yngvason, sem sat í stjórn UMFÍ 1987–2001, þekkir vel sögu Skinfaxa. Kristján segir blaðið hafa mikið gildi fyrir hreyfinguna. Að hans mati rekur blaðið sögu UMFÍ sem er stórt atriði í hans huga. „Blaðið er á allan hátt nauðsynlegt og Skinfaxi hefur líka mikið tilfinningalegt gildi. Það er yrði skarð fyrir skildi ef hans nyti ekki við. Ég byrjaði að lesa blaðið Kristján Yngvason, fyrrum stjórnarmaður UMFÍ: Skinfaxi rekur sögu UMFÍ reglulega um 1970, þegar ég varð for- maður í ungmennafélagi,“ sagði Kristján Yngvason. „Það er í raun alveg stórkostlegt að Skinfaxi hafi náð að halda velli allan þennan tíma. Það hafa stundum komið erfið tímabil og ég minnist sérstaklega áranna 1989 til 1990. Þau voru strembin en það tókst að rétta úr kútnum og blaðið hélt sjó. Það er mikilvægt fyrir svona stóra hreyfingu, á borð við UMFÍ, að halda úti málgagni. Mér finnst blaðið tengja höfuðstöðvarnar við grasrótina. Ég óska blaðinu alls hins besta í fram- tíðinni en í dag kemur að blaðinu gott fólk sem er að vinna gott starf,“ sagði Kristján Ingvason. Skinfaxi 100 1909–2009 ára

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.