Skinfaxi - 01.11.2009, Qupperneq 21
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 21
Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ 1969–1979:
Eitt af glæsilegustu blöðum landsins
Á þessum síðustu árum í lífi lands og
þjóðar, þegar Íslendingar, ein hamingju-
samasta þjóð í heimi, má horfa upp á það,
að reisn hennar í samfélagi þjóða og efna-
hags- og félagslegu sjálfstæði hennar sé
jafnvel ógnað af ástæðum sem enn hafa
ekki verið skilgreindar til fulls, fagnar ung-
mennafélagshreyfingin á Íslandi eitt
hundrað ára farsælu starfi í öllum byggð-
um landsins. Hreyfingin sem í öndverðu
valdi sér það verkefni að vinna að ræktun
lýðs og lands og alla tíð hefur unnið undir
kjörorðinu „Íslandi allt”.
Ég þori að fullyrða, að margt væri með
öðrum hætti í lífi þessarar þjóðar hefði
ungmennafélagshreyfingarinnar ekki
notið við.
Á þessum eitt hundrað árum má segja að
þjóðin hafi vaxið frá örbirgð til allsnægta
og víða má finna þess vott að þar hafi
ungmennafélögin og samtök þeirra,
héraðssamböndin og heildarsamtökin
UMFÍ, komið að verki.
Þess vegna ber að fagna því, að á árinu
2007 kom út myndarlegt afmælisrit heildar-
samtakanna, sem miðlar þessari merku
sögu til komandi kynslóða.
Og nú í ár minnumst við eitt hundrað
ára sögu málgagns UMFÍ, Skinfaxa.
Það var í októbermánuði 1909, sem
fyrsta tölublað Skinfaxa kom út. Fyrsti rit-
stjóri Skinfaxa var Helgi Valtýsson, kenn-
ari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði,
og var blaðið fyrst í stað prentað í Prent-
smiðju Hafnarfjarðar. „Skinfaxi heitir hann,
og sól og sumaryl vill hann breiða yfir
land allt. Bera kveðjur milli ungmenna-
félaganna. Og færa þeim fréttir af starfi
voru víðsvegar um land.”
Þennan boðskap færði ritstjórinn, Helgi
Valtýsson, landi og lýð í fyrsta tölublaði
málgagns ungmennafélagshreyfingarinn-
ar fyrir 100 árum. Segja má að þessi
hvatningarorð frumherjanna hafi fylgt
blaðinu okkar alla tíð.
Útgáfa Skinfaxa hefur samt ekki alltaf
verið dans á rósum. Lengi vel var útgáfa
blaðsins ofviða samtökunum fjárhagslega
og oft hafa komið tímabil, þar sem rit-
stjóraskipti voru tíð og svo á stundum
hefur hreyfingin notið þess að fá til
starfa við blaðið landskunna ritsnillinga
og hugsjónamenn sem rifið hafa blaðið
upp, þegar við lá að útgáfan væri að
lognast út af. Ég mun ekki í þessu stutta
spjalli nefna nein fleiri nöfn, þessu greinir
afmælisrit okkar ítarlega frá. Heldur vil ég
árétta gildi þess fyrir samtök okkar að
hafa átt þetta málgagn til þess að vekja
athygli á málefnum hreyfingarinnar í
áranna rás og gildi þeirra fyrir land og
þjóð. Flytja fréttir af öflugu starfi, ein-
stakra félaga og héraðssambanda, og
sívaxandi málefnum sem heildarsam-
tökin UMFÍ hafa tekið forystu í eða unnið
í samstarfi við aðra.
Í áranna rás hefur blaðið oft breytt um
útlit og fjöldi tölublaða á ári hefur verið
mjög mismunandi, en með stóraukinni
prenttækni á síðustu árum er blaðið
orðið eitt af glæsilegustu blöðum lands-
ins, ef ekki það glæsilegasta.
Alla tíð hefur kaupendafjöldi að blað-
inu verið óviðunandi, miðað við félaga-
fjölda í samtökunum, og finnst mér að
við ættum að nota þessi merku tímamót
í sögu þess til þess að fá fleiri áskrifendur
að blaðinu okkar.
Skinfaxi er örugglega glæsilegasta ung-
menna- og íþróttablað landsins í dag.
Og vil ég að lokum þakka forystu sam-
takanna, ritnefnd og frábærum ritstjóra
fyrir það, um leið og ég óska okkur öllum
innilega til hamingju með eitt hundrað
ára útgáfuafmæli Skinfaxa.
Íslandi allt!
Hafsteinn Þorvaldsson
Fyrrverandi formenn UMFÍ á sambandsþingi
í Keflavík. Frá vinstri: Hafsteinn Þorvaldsson,
Þórir Jónsson og Björn Bjarndal Jónsson.
Skinfaxi
100
1909–2009
ára