Skinfaxi - 01.11.2009, Page 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Ungmennaráð UMFÍ hélt skemmti-
helgi fyrir ungmenni 16–20 ára, sem vilja
skemmta sér án áfengis, að Laugum í Þing-
eyjarsýslu dagana 13.–15. nóvember sl.
Komið var saman að Laugum í Reykja-
dal að kvöldi föstudags og dvalið við leik,
spil og spjall fram yfir hádegi á sunnudag.
Fullskipað var en fjöldi takmarkaðist við
25 ungmenni.
Ungmennaráð UMFÍ
25 ungmenni komu saman
að Laugum í Þingeyjarsýslu
Saman komu ungmenni frá sex fram-
haldsskólum og náði hópurinn einstak-
lega vel saman. Fulltrúar ungmennaráðs-
ins eru sammála um að vel hafi tekist til
og áfram verði haldið að standa fyrir
svipuðum helgum.
Í þremur af þessum skólum eru skipu-
lagðir bindindisklúbbar, Fjölbrautaskólan-
um Garðabæ, Verkmenntaskólanum á
Akureyri og Menntaskólanum við Hamra-
hlíð en einnig voru nemendur frá Fram-
haldsskólanum að Laugum, Menntaskól-
anum á Akureyri og Menntaskólanum
við Sund.