Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.11.2009, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennaráð UMFÍ hélt skemmti- helgi fyrir ungmenni 16–20 ára, sem vilja skemmta sér án áfengis, að Laugum í Þing- eyjarsýslu dagana 13.–15. nóvember sl. Komið var saman að Laugum í Reykja- dal að kvöldi föstudags og dvalið við leik, spil og spjall fram yfir hádegi á sunnudag. Fullskipað var en fjöldi takmarkaðist við 25 ungmenni. Ungmennaráð UMFÍ 25 ungmenni komu saman að Laugum í Þingeyjarsýslu Saman komu ungmenni frá sex fram- haldsskólum og náði hópurinn einstak- lega vel saman. Fulltrúar ungmennaráðs- ins eru sammála um að vel hafi tekist til og áfram verði haldið að standa fyrir svipuðum helgum. Í þremur af þessum skólum eru skipu- lagðir bindindisklúbbar, Fjölbrautaskólan- um Garðabæ, Verkmenntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum við Hamra- hlíð en einnig voru nemendur frá Fram- haldsskólanum að Laugum, Menntaskól- anum á Akureyri og Menntaskólanum við Sund.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.