Skinfaxi - 01.11.2010, Qupperneq 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Skinfaxi 4. tbl. 2010
Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson.
Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún
Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.
Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson,
Ómar Bragi Stefánsson, Gunnar Gunnars-
son, Þorsteinn Eyþórsson, Jóhanna
Kristín Hauksdóttir, Sigurður Sigmunds-
son, Engilbert Olgeirsson o.fl.
Umbrot og hönnun: Indígó.
Prentun: Prentmet.
Prófarkalestur: Helgi Magnússon.
Auglýsingar: Miðlun ehf. og
Gunnar Bender.
Ritnefnd:
Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánar-
dóttir og Óskar Þór Halldórsson.
Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa:
Þjónustumiðstöð UMFÍ,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Sími: 568-2929
Netfang: umfi@umfi.is
Heimasíða: www.umfi.is
Starfsmenn UMFÍ:
Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri,
Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri,
Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri,
Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa
og kynningarfulltrúi,
Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi,
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi,
með aðsetur á Sauðárkróki,
Stjórn UMFÍ:
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður,
Björg Jakobsdóttir, varaformaður,
Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri,
Örn Guðnason, ritari,
Einar Haraldsson, meðstjórnandi,
Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi,
Garðar Svansson, meðstjórnandi,
Ragnhildur Einarsdóttir, varasjórn,
Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn,
Gunnar Gunnarsson, varastjórn,
Einar Kristján Jónsson, varastjórn.
Forsíða:
Ægir Þór Steinarsson, Fjölni, og Ragnar
Ágúst Nathanaelsson, Hamri, eru í hópi
efnilegustu körfuknattleiksmanna
landsins.
Árið 2010 rennur brátt skeið sitt
á enda. Árið var í senn viðburðaríkt
og gæfuríkt hjá ungmennafélags-
hreyfingunni. Þegar litið er um öxl
má hreyfingin vera afar stolt og get-
ur horft björtum augum til nýja árs-
ins sem bíður handan við hornið. Í
hraðfleygu þjóðfélagi okkar, þar
sem hlutirnir eru oft fljótir að breyt-
ast, eru möguleikarnir endalausir.
Styrkur og máttur UMFÍ er mikill
og samtökin, með yfir eitt hundrað
þúsund félaga, munu hér eftir sem
hingað til vinna að góðum málum
fyrir land og þjóð.
Spennandi tímar blasa við á nýja
árinu og krafturinn og áræðnin hef-
ur sjaldan eða aldrei meiri. Að venju
verður haldið Unglingalandsmót
og að þessu sinni á Egilsstöðum.
Síðasta mót í Borgarnesi verður
lengi í minnum haft fyrir margra
hluta sakir. Það heppnaðist einstak-
lega vel og varð það fjölmennasta
til þessa. Yfir 1.700 keppendur tóku
þátt sem sýnir, svo að ekki verður
um villst, að mótinu vex fiskur um
hrygg á hverju ári. Unglingalands-
mótin hafa sannarlega sannað gildi
sitt því að á þeim gefst fjölskyld-
unni kjörið tækifæri til að eiga
skemmtilegar stundir saman.
Verkefni á borð við almennings-
íþróttir og Frjálsíþróttaskólann
gengu vel og þátttaka var mjög góð
í þeim. Þátttakendur í verkefninu
Fjölskyldan á fjallið hafa t.d. ekki
verið fleiri um árabil.
Íþrótta- og æskulýðsstarf hefur
líklega aldrei verið mikilvægara en
á þeim þrengingatímum sem við
lifum í dag. Það er því afar brýnt að
við hlúum að þessum þætti og gæt-
um þess sem aldrei fyrr að börn og
unglingar eigi greiðan aðgang að
íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þessi
þættir hafa sannað sig sem ein öfl-
ugasta forvörnin.
Það er von okkar allra að nýja
árið verði okkur öllum gjöfult og
happadrjúgt, að það gefi okkur
tækifæri til að horfa björtum aug-
um fram á veginn. Íslendingar hafa
áður staðið frammi fyrir þrenging-
um með með baráttuviljann að
vopni en okkur hefur alltaf tekist
að rétta úr kútnum. Það mun
einnig gerast nú.
Skinfaxi óskar ungmennafélög-
um sem og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju
ári.
Horfum björtum augum fram á veginn
Ritstjóraspjall: Jón Kristján Sigurðsson
Dr. Howard Williamson, prófessor við
Háskólann í Glamorgan í Wales, hélt
hádegisfund í þjónustumiðstöð UMFÍ
þann 5. nóvember sl. Howard var í fyrir-
lestraferð hér á landi og gaf sér tíma til að
hitta forystufólk í æskulýðsgeiranum á
meðan dvöl hans stóð yfir. Dr. Howard
Williamson er prófessor í evrópskri stefnu-
mótun fyrir ungt fólk við Háskólann í
Glamorgan. Dr. Williamson hefur áður
starfað við Kaupmannahafnar-, Cardiff-
og Oxford-háskóla. Hann hefur komið
að stefnumótun í málefnum ungs fólks í
Áhugaverður fundur
um ungt fólk í Evrópu
Wales í Englandi og fjölmörgum öðrum ríkj-
um Evrópusambandsins á vegum Evrópu-
ráðsins hátt í þriðja tug ára. Hann hefur
mikla reynslu í vinnu af ýmsu tagi með ungu
fólki, hefur skrifað fjölda bóka um málefni
ungs fólks og birt á annað hundrað greina
um málefni ungs fólks um allan heim. Hon-
um var mikill heiður sýndur þegar hann var
sæmdur CBE-heiðursorðu Bretlands fyrir
störf sín. Hádegisfundurinn með dr.
Williamson var afar athyglisverður og
svaraði hann mörgum spurningum sem
varpað var fram á fundinum.
Frá hádegis-
fundinum með
dr. Howard
Williamson í
þjónustumið-
stöð UMFÍ.