Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2010, Side 9

Skinfaxi - 01.11.2010, Side 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 HVAR ERU ÞAU Í DAG? Hreinn Halldórsson Hreinn Halldórsson kúluvarpari náði frá- bærum árangri á keppnisferli sínum og skipar sér tvímælalaust á bekk á meðal fremstu íþróttamanna í íslenskri íþrótta- sögu. Hreinn var þrívegis kjörinn íþrótta- maður ársins, 1976, 1977 og 1979. Hann átti lengi Íslandsmetið í kúluvarpi og segja má að hann hafi staðið á hátindi sínum þegar hann varð Evrópumeistari innanhúss í San Sebastian á Spáni 1977. Hreinn keppti á tvennum ólympíuleik- um, í Montreal 1976 og í Moskvu 1980. Hreinn Halldórsson býr nú á Egilsstöðum og hefur umsjón með íþróttamannvirkjum bæjarins. Hann fylgist vel með frjálsíþróttum og stundum hefur hann verið að vinna með frjálsíþróttasambandinu og er þar í móta- nefnd. Hann hefur verið Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands innan handar þegar á þarf að halda. „Íþróttirnar hafa gefið manni ákveðna lífs- fyllingu og fólk á að nýta sér þær meðan hægt er. Svo, þegar horft er til baka, þá gleðst það yfir í hverju það tók þátt. Það fylgir því líka ákveðinn þroski að taka þátt í íþróttum, fá tækifæri til að ferðast um heim- inn en þetta er hörkuvinna ef fólk ætlar að ná árangri,“ sagði Hreinn. Hreinn segist hafa hafið keppnisferil sinn með HSS og síðan fór hann yfir í KR haustið 1975. Hann var ekki bara í kúluvarpinu því að hann tók aðeins í kringluna líka en besti árangur, sem hann á í henni, var 55,56 metrar. Hreinn tók fyrst metið af Guðmundi Her- mannssyni 1973. Síðan sló hann sitt eigið met 4. júlí 1977 þegar hann kastaði kúlunni 21,09 metra á Gala-móti í Stokkhólmi og „Íþróttirnar hafa gefið mér ákveðna lífsfyllingu“ það var jafnframt vallarmet sem stóð í nokk- ur ár. Það met átti Hreinn til 1990 þegar Pétur Guðmundsson bætti það með kasti upp á 21,26 metra. Á Evrópumeistaramót- inu innanhúss í San Sebastian 1977 kastaði Hreinn kúlunni 20,59 metra og varð Evrópu- meistari. „Ég átti mjög skemmtileg augnablik á mínum ferli. Það var alltaf gaman að vinna og bæta sig en á þessum tíma var ég oft í meiri keppni við sjálfan mig. Ég hefði alls ekki viljað missa af þessum tíma. Ég æfði mikið á þessum árum en vandamálið var að ég þurfti að vinna líka. Þetta var ekki orðið þægilegt eins og það er orðið hjá mörgum í dag. Ég var síðan að keppa á móti mönnum erlendis sem gerðu ekkert annað en að æfa. Afrekssjóður var ekki til í gamla daga og í raun voru engir sjóðir til að styðja við bakið á íþróttamönnum í þá daga. Upp úr þessu, er mér sagt, gerðu menn sér grein fyrir að Að ofan: Hreinn Halldórs- son leiðbeindi ungum og efni- legum frjáls- íþróttakrökkum í frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Egilsstöð- um í sumar. Til hliðar: „Strandamaður- inn sterki“, Hreinn Halldórsson, var þrisvar kjörinn íþróttamaður ársins, 1976, 1977 og 1979. eitthvað varð að gera og þeir sem komu á eftir mér nutu góðs af þegar sjóðir studdu við bakið á mönnum. Það þarf einfaldlega að styðja íþróttafólk ef það á annað borð ætlar að ná árangri,“ sagði Hreinn í samtali við Skinfaxa. Hann segir tæknina lítið hafa breyst í kúlu- varpinu. Árangurinn byggist aðallega á því að æfa skynsamlega og hafa góða aðstoð þjálfara og lækna til að grípa inn í þegar eitthvað er að gerast. Meiðsli eru yfirleitt það sem kemur í veg fyrir að íþróttamenn nái árangri. Vésteinn Hafsteinsson er til að mynda með teymi í kringum sig til að aðstoða og þjálfa fólk. Það er til fyrirmyndar enda Vésteinn að ná frábærum árangri. „Aðstaðan, sem frjálsíþróttamenn búa við í dag, er allt önnur en hún var fyrir ekki löngu síðan. Ef ætlast er til af íþróttafólki að ná árangri þá er þetta leiðin. Það var algjör bylting fyrir frjálsíþróttamenn að fá inni í aðstöðunni sem nú er til staðar í Laugar- dalnum. Svona aðstaða eða eitthvað í lík- ingu við hana þyrfti að vera til staðar á fleiri stöðum á landinu. Fyrir félögin á höfuð- borgarsvæðinu var það mikill munur að geta farið þarna inn og æft þar við full- komnar aðstæður. Við sjáum bara fótbolta- hallirnar en þær hafa tvímælalaust ýtt undir miklar framfarir,“ sagði Hreinn Halldórsson. Hreinn sagði framtíðina bjarta í frjálsum íþróttum og margir efnilegir og upprenn- andi einstaklingar væru að koma fram í sviðsljósið. „Við getum nefnt í því sambandi Helgu Margréti Þorsteinsdóttur. Hún er sem betur fer komin inn í þetta teymi hjá Vésteini og ég ætla bara rétt að vona að það komi bara ekkert fyrir hana svo að hún nái sem best- um árangri. Nú þegar er hún komin langt miðað við aldur og hún hefur alla mögu- leika á að komast í fremstu röð. Hún hefur það til að bera sem þarf,“ sagði Hreinn Halldórsson í samtalinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.